Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.
Breytingarnar sem sótt er um ná yfir norðvesturhluta laugarsvæðis Sundlaugar Akureyrar og felast í því að byggingarreitur vestan við vaðlaug er breikkaður um 6.0 m til vesturs og hámarksheildarhæð á rennibrautarmannvirki er 14.5 m yfir yfirborðshæð laugarsvæðis.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.