Skipulagsnefnd

201. fundur 15. apríl 2015 kl. 08:00 - 11:08 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 19, Miðbær Akureyrar - breyting á skilmálum deiliskipulagsins, lið nr. 20, Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um tjaldsvæði og salernisgáma og lið nr. 23. Afgreiðslur skipulagsstjóra, fundargerð 235. fundar sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Norður-Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta, var auglýst frá 11. febrúar með athugasemdafresti til 25. mars 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Fimm athugasemdir bárust:

1) Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar, dagsett 23. mars 2015.

Mat hverfisnefndarinnar er að gönguleið gegnum syðra útivistarsvæðið sé forsenda fyrir færslu leiksvæðisins sem nú er við Helgamagrastræti. Á meðan ekki er gönguleið í gegnum útivistarsvæðið er leiksvæðinu betur komið við Helgamagrastræti.

2) Undirskriftalisti með 45 undirskriftum, dagsettur 10. mars 2015.

Mótmælt er fyrirhugaðri byggingu á lóð Þórunnarstrætis 126. Samkvæmt kynningu sem fram fór fyrir byggingu leikskólans var talað um að svæðið ætti að verða viðbót við bílastæði leikskólans.

3) Tómas Björn Hauksson og Elín Auður Ólafsdóttir, dagsett 25. mars 2015.

a) Grenndarkynntir aðaluppdrættir vegna viðbyggingar í Þingvallastræti 10 sýndu fjarlægð frá lóðamörkum Lögbergsgötu 9 að byggingarreit upp á 5,1m. Í skipulagstillöguninni er fjarlægðin 4,27m og gerð er athugasemd við þá breytingu.

b) Gerð er athugasemd við að ekki sé gerð tillaga að mögulegum viðbyggingum á svæðinu. Óskað hefur verið eftir að tekið verði tillit til nýtingarhlutfalls á lóð Lögbergsgötu 9 með svipuðum hætti og samþykkt var í Þingvallastræti 10.

c) Ábendingar varðandi húsakönnun.

4) Tómas Björn Hauksson, dagsett 24. mars 2015.

Fyrirspurn um hvort búið sé að meta kostnað við að gera lóð við Helgamagrastræti 8 byggingarhæfa og útbúa nýtt leiksvæði á klöppinni.

5) Alda Þórðardóttir, dagsett 26. mars 2015.

Erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa þar sem vakin er athygli á að þegar Hólmasól var byggð, var sagt að á lóðinni Þórunnarstræti 126 yrðu bílastæði vegna leikskólans. Einnig er bent á að Davíðshús er í næsta nágrenni og þangað sæki ferðamenn.


Í framhaldi af kynningarfundi 5. nóvember 2014 bárust tvær athugasemdir:

1) Helgi Jóhannesson, dagsett 17. desember 2014.

Mótmælt er áformum um að gera gangstétt í Munkaþverárstræti frá Bjarkarstíg að Helgamagrastræti, breyta bílastæðum og færa akrein bíla í vesturhluta götunnar. Nánari röksemdafærslur og myndir fylgja athugasemdinni.

2) Brynhildur Þórarinsdóttir og Þóroddur Bjarnason, dagsett 9. janúar 2015.

Ítrekaðar eru óskir íbúa um gangstétt við norðanverðan Hamarstíg og vísað er í undirskriftalista frá 2013.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Vegagerðin, dagsett 3. mars 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 10. apríl 2015.

Engar athugasemdir eru gerðar. Óskað er eftir samvinnu þegar farið verður í að bæta aðgengi og setja upplýsingaskilti við minjar á Mylluklöpp.

3) Norðurorka, dagsett 13. apríl 2015.

Talið er að lagnakerfi sé nægjanlega öflugt til að fæða fyrirhugaðar nýbyggingar. Bent er á að kostnaður af færslu lagna fellur á þann sem breytinganna óskar.
Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdadeild að hún geri kostnaðarmat vegna deiliskipulagsins og að tillagan og kostnaðarmatið verði kynnt í framkvæmdaráði.

Afgreiðslu málsins er frestað.

2.Menntaskólinn, Laugargata, Möðruvallastræti og Barðstún - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar lagði fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag "Menntaskólans á Akureyri og nærliggjandi íbúðasvæðis". Lýsingin er dagsett 15. apríl 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf., sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur áherslu á að samráð verði haft við ferðaþjónustuaðila.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

3.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga og við reit nr. 19.17. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur af hafnarsvæðinu sunnan Glerár.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til vinnslu ramma- og deiliskipulags Oddeyrar.

4.Hagahverfi - auglýsing lóða í 1. framkvæmdaáfanga

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um auglýsingu lóða í 1. framkvæmdaáfanga Hagahverfis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við gatnagerð verði lokið á haustdögum 2015 og ættu því lóðirnar að vera byggingarhæfar þá.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðirnar frá og með 4. maí 2015. Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, umsókn um breytingu á landnotkun við Byggðaveg 114A

Málsnúmer 2015040038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2015 þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar f.h. eigenda Byggðavegar 114A. Óskað er eftir að lóðin verði skilgreind fyrir verslun og þjónustu eins og hún var í eldra aðalskipulagi frá 1998.
Lóðin var skilgreind innan útivistarsvæðis í ASAK-72, innan óbyggðs svæðis/útivistarsvæðis í ASAK-90 og einnig í ASAK-98. Þessari stefnu er haldið í ASAK-05 þegar Hamarskotstúnið ásamt hornlóðinni er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (skrúðgarður).

Stefna bæjaryfirvalda hefur því verið frá fyrstu gerð aðalskipulags, sem nær yfir Brekkuna, að svæðið allt verði skilgreint sem útivistarsvæði. Lóðin og húsnæðið hafa samt sína réttarstöðu sem verslun/söluskáli eins og staðan er nú.

Beiðninni er því hafnað.

6.Fjaran og Innbærinn - deiliskipulagsbreyting Aðalstræti 4

Málsnúmer 2015040042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi svo mögulegt verði að gera kjallara undir húsið að Aðalstræti 4. Einnig er óskað eftir lítilháttar stækkun á byggingarreit til norðurs vegna utan á liggjandi trappa.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 15. apríl 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna utan á liggjandi trappa auk breytingar á nýtingarhlutfalli vegna byggingar kjallara og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu 2015

Málsnúmer 2015030238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2015 þar sem Böðvar Sveinsson f.h. Mílu ehf., kt. 460201-1690, sækir um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á Ljósveitu Mílu á völdum svæðum á Akureyri árið 2015. Meðfylgjandi er kort en þar sjást áætluð framkvæmdasvæði 2015.
Í upphafi málsins vakti Sigurjón Jóhannesson D-lista athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var það samþykkt. Vék hann af fundi kl. 09:45.


Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2015 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Sigurjón kom aftur á fundinn kl. 09:53.

8.Samkeppniseftirlitið - beiðni um upplýsingar um skipulagsáætlanir og lóðaúthlutanir vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði

Málsnúmer 2015040044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2015 frá Samkeppniseftirlitinu þar sem upplýst er að í júní 2013 hafi verið hafin markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða reglur, stefnur o.s.frv. séu í gildi hjá sveitarfélaginu um skipulagsáætlanir og lóðarúthlutanir til fyrirtækja sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafi haft til hliðsjónar við úthlutun lóða til fyrirtækja, sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu, reglur Samkeppniseftirlitsins sem fram koma í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann vill minna á að VG-Akureyri kallaði eftir stefnu bæjarins við afgreiðslu byggingarleyfa fyrir smásölu eldsneytis árið 2010. Er það mat VG að stefnuleysi í smásölu eldsneytis leiði til að of margar lóðir eru undir þessa starfsemi hér í bæ sem skapar ýmis vandamál.

9.Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í næstu 5 málum en því var hafnað.

10.Hrísey - umsókn um lóð vegna kaldavatnsholu á landi nr. 152145

Málsnúmer 2015040036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 860 m² lóð vegna kaldavatnsholu á landi nr. 152145. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir borholuskúrinn.

Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.

11.Hrísey - umsókn um lóð fyrir dælustöð á landi nr. 175509

Málsnúmer 2015040035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 400 m² lóð fyrir dælustöð á landi nr. 175509. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir dæluskúrinn.

Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.

12.Hrísey - umsókn um lóð undir vatnsmiðlunargeymi ofan Miðbrautar

Málsnúmer 2015040034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um 900 m² lóð undir vatnsmiðlunargeymi ofan Miðbrautar. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 20x20 m fyrir vatnsmiðlunargeyminn.

Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.

13.Sjávargata, Hrísey - umsókn um lóð undir skólpdælustöð

Málsnúmer 2015040032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 613,5 m² lóð undir skólpdælustöð við Sjávargötu 2a. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir skólpdælustöðina.

Meðfylgjandi er teikning eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Ystabæjarvegur, Hrísey - umsókn um lóð vegna dælustöðvar

Málsnúmer 2015030214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 16.169 m² lóð við Ystabæjarveg í Hrísey undir nýja dælustöð. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir dælustöðina. Á lóðinni er einnig að finna eldra vatnsból Hríseyinga.

Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030140Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á innra skipulagi hússins.

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ullarkistunnar ehf., kt. 680995-2229, og AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um breytingar á skipulagi 1. hæðar húss nr. 99-101 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 8. apríl 2015.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

16.Hafnarstræti 102 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030211Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á innra skipulagi hússins.

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Kaffis 600 ehf., kt. 481111-0460, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

17.Ráðhústorg 3 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030212Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á innra skipulagi hússins.

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Natten ehf., kt. 530199-2319, sækir um breytingar á innra skipulagi og notkun 1. hæðar í húsinu nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

18.Skipagata 12 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030270Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á innra skipulagi hússins.

Erindi dagsett 30. mars 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Hymis ehf., kt. 621292-3589, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

19.Miðbær Akureyrar - breyting á skilmálum deiliskipulagsins

Málsnúmer 2015030188Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar óskaði eftir umræðu um frekari breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 greinargerðar deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar' er varðar aðkomu nefndarinnar að umsóknum um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi bygginga.
Eftir umræður á fundinum telur skipulagsnefnd ekki ástæðu til að gera frekari breytingar að svo stöddu.

20.Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um tjaldsvæði og salernisgáma

Málsnúmer 2015010216Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nýta neðsta hluta lóðar Bílaklúbbsins sem tjaldsvæði og bílastæði á álagstímum vegna viðburða tengdum starfsemi klúbbsins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgámum sem tengdir yrðu við núverandi rotþró. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dagsettur 11. apríl 2015.

Þann 28. janúar 2015 óskaði skipulagsnefnd eftir nánari upplýsingum um afnot og rekstur tjaldsvæðisins og hvernig kostnaði yrði háttað við framkvæmdirnar.

Innkomið bréf dagsett 10. apríl 2015 með umbeðnum upplýsingum frá Bílaklúbbnum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er bent á sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerðinni að loknu deiliskipulagsferli.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. mars 2015. Lögð var fram fundargerð 533. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 1. apríl 2015. Lögð var fram fundargerð 534. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. apríl 2015. Lögð var fram fundargerð 535. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:08.