Erindi dagsett 30. mars 2015 frá Samkeppniseftirlitinu þar sem upplýst er að í júní 2013 hafi verið hafin markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða reglur, stefnur o.s.frv. séu í gildi hjá sveitarfélaginu um skipulagsáætlanir og lóðarúthlutanir til fyrirtækja sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafi haft til hliðsjónar við úthlutun lóða til fyrirtækja, sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu, reglur Samkeppniseftirlitsins sem fram koma í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009.