6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Erindi dagsett 4. mars 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf, sækir um breytingu á deiliskipulagi svo mögulegt verði að gera kjallara undir húsið að Aðalstræti 4. Einnig er óskað eftir lítilháttar stækkun á byggingarreit til norðurs vegna utan á liggjandi trappa.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 15. apríl 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna utan á liggjandi trappa auk breytingar á nýtingarhlutfalli vegna byggingar kjallara og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.