Menntaskólinn, Laugargata, Möðruvallastræti og Barðstún - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030149

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Formaður skipulagsnefndar lagði fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag "Menntaskólans á Akureyri og nærliggjandi íbúðasvæðis". Lýsingin er dagsett 15. apríl 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf., sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur áherslu á að samráð verði haft við ferðaþjónustuaðila.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3372. fundur - 21.04.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Formaður skipulagsnefndar lagði fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag "Menntaskólans á Akureyri og nærliggjandi íbúðasvæðis". Lýsingin er dagsett 15. apríl 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur áherslu á að samráð verði haft við ferðaþjónustuaðila.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Skipulagslýsing var auglýst 29. apríl 2015 í Dagskránni, á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhússins. Lýsingin, dagsett 15. apríl 2015, var unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Tvær umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 13. maí 2015.

Óskað er eftir að dreifistöð Norðurorku verði úthlutuð lóð með kvöðum vegna veitulagna og aðkomu frá Hrafnagilsstræti.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 15. maí 2015.

Engin athugasemd er gerð.

Ein ábending barst:

1) Ólafur Stefánsson, dagsett 12. maí 2015.

Óskað er eftir að á lóð Möðruvallastrætis 8 verði gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr, viðbyggingu við íbúðarhús og sambærilegu nýtingahlutfalli og á aðliggjandi lóðum.

Ábendingunum er vísað til vinnslu deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram til kynningar tillögu að deiliskipulagi Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæða.

Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf. sem komu á fundinn og kynntu tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði'. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dagsett 13. apríl 2016. Einnig er lögð fram húsakönnun fyrir svæðið: "Suðurbrekkan-neðri hluti Akureyri - Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði - húsakönnun" unnin af Hönnu Rósu Sveinsdóttur hjá Minjasafninu á Akureyri. Meðfylgjandi skipulaginu er kostnaðargreining, unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 16. október 2015 og krafa Ríkiseigna er varðar lóð Menntaskólans dagsett 28. ágúst 2015.

Hanna Rósa kom á fundinn og gerði grein fyrir húsakönnuninni.
Skipulagsnefnd þakkar Hönnu Rósu fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3392. fundur - 03.05.2016

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. apríl 2016:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi "Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði". Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dagsett 13. apríl 2016. Einnig er lögð fram húsakönnun fyrir svæðið: "Suðurbrekkan-neðri hluti Akureyri - Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði - húsakönnun" unnin af Hönnu Rósu Sveinsdóttur hjá Minjasafninu á Akureyri. Meðfylgjandi skipulaginu er kostnaðargreining, unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 16. október 2015 og krafa Ríkiseigna er varðar lóð Menntaskólans dagsett 28. ágúst 2015.

Hanna Rósa kom á fundinn og gerði grein fyrir húsakönnuninni.

Skipulagsnefnd þakkar Hönnu Rósu fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdafresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn 26. apríl 2016 þar sem drög að skipulaginu voru kynnt almenningi.


Þrjár athugasemdir bárust:

1) Jóhann Sigurjónsson og Valgerður Franklín, dagsett 10. júní 2016.

Þau vilja að lóðalínan milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 liggi við suðurbrún lóðarveggjar og allur veggurinn verði á lóð nr. 16. Er það í samræmi við eignarhlutföll í lóðasamningum beggja lóða.

2) Ríkiseignir, dagsett 14. júní 2016.

Í tölvupósti eru ítrekaðar fyrri athugasemdir frá 3. nóvember 2014 og 12. febrúar 2015.

Farið er fram á að núverandi skipan bílastæða við Menntaskólann verði staðfest, samanber hjálagða reyndarteikningu.

3) Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd eiganda Eyrarlandsvegar 20, dagsett 15. júní 2016.

a) Gerð er athugasemd við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð nr. 3 við Möðruvallastræti. Mikill hæðarmunur er á lóðunum og mun bílskúr varpa skugga á útivistarhluta Eyrarlandsvegar 20 og skerða útsýni.

b) Gerð er athugasemd við lóðarmörk milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 og farið fram á að stoðveggur á lóðarmörkum verði innan lóðar númer 20. Sé það í samræmi við lóðarsamning frá 1927.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. júní 2016.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Minjastofnun er tilbúin að kanna nánar þá hugmynd að húsin við Eyrarlandsveg 22 og Möðruvallastræti 2 verði mögulega friðlýst. Vakin er athygli á 2. málsgrein 24. greinar laga um menningarminjar.

2) Norðurorka, dagsett 27. júní 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

3) Minjastofnun Íslands, vegna húsakönnunar, dagsett 28. júní 2016.

Könnunin er að öllu leyti afar vel unnin, fræðileg vinnubrögð og framsetning efnis til fyrirmyndar.

Greining og mat á varðveislugildi húsa og heilda er skýrt fram sett og vel rökstutt.

Minjastofnun Íslands gerir engar athugasemdir við könnunina.
Svör við athugasemdum:


1) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga, þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd Ríkiseigna þar sem fyrirhugaðar gróðureyjur á vestara bílastæðinu eru meðal annars til að minnka líkur á að stæðin séu notuð sem "spólsvæði" með tilheyrandi hávaðamengun fyrir hótelgesti og íbúa í nágrenninu. Eystra stæðið verður eftir sem áður hindrunarlaust með tilliti til þess að stórir langferðabílar geti athafnað sig þar ásamt því að komast að og frá aðkomusvæði hótelsins.Varðandi vandræði með snjómokstur á bílastæðum með gróðureyjum þá eru öll bílastæði á lóð MA norðan aðkomuvegar frá Þórunnarstræti með gróðureyjum ásamt stórum bílastæðum við aðrar menntastofnanir í bænum eins og VMA og HA. Ef stæði þessu eru merkt með stikum á veturna má koma í veg fyrir skemmdir á kantsteinum og gróðri.

3)

a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd er varðar byggingarreit fyrir bílskúr á lóð númer 3 við Möðruvallastræti og verður ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.

b) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.


Skipulagsnefnd tekur undir tillögu sem sett er fram í húsakönnun um friðlýsingu Eyrarlandsvegar 22 og Möðruvallastrætis 2. Einnig er samþykkt að húsaröðin við Eyrarlandsveg 12-24 og húsaröðin við Eyrarlandsveg 27-35 njóti hverfisnefndar sem einnig verður skilgreind í aðalskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdafresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn 26. apríl 2016 þar sem drög að skipulaginu voru kynnt almenningi.


Þrjár athugasemdir bárust:

1) Jóhann Sigurjónsson og Valgerður Franklín, dagsett 10. júní 2016.

Þau vilja að lóðalínan milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 liggi við suðurbrún lóðarveggjar og allur veggurinn verði á lóð nr. 16. Er það í samræmi við eignarhlutföll í lóðasamningum beggja lóða.

2) Ríkiseignir, dagsett 14. júní 2016.

Í tölvupósti eru ítrekaðar fyrri athugasemdir frá 3. nóvember 2014 og 12. febrúar 2015.

Farið er fram á að núverandi skipan bílastæða við Menntaskólann verði staðfest, samanber hjálagða reyndarteikningu.

3) Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd eiganda Eyrarlandsvegar 20, dagsett 15. júní 2016.

a) Gerð er athugasemd við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð nr. 3 við Möðruvallastræti. Mikill hæðarmunur er á lóðunum og mun bílskúr varpa skugga á útivistarhluta Eyrarlandsvegar 20 og skerða útsýni.

b) Gerð er athugasemd við lóðarmörk milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 og farið fram á að stoðveggur á lóðarmörkum verði innan lóðar númer 20. Sé það í samræmi við lóðarsamning frá 1927.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. júní 2016.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Minjastofnun er tilbúin að kanna nánar þá hugmynd að húsin við Eyrarlandsveg 22 og Möðruvallastræti 2 verði mögulega friðlýst. Vakin er athygli á 2. málsgrein 24. greinar laga um menningarminjar.

2) Norðurorka, dagsett 27. júní 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

3) Minjastofnun Íslands, vegna húsakönnunar, dagsett 28. júní 2016.

Könnunin er að öllu leyti afar vel unnin, fræðileg vinnubrögð og framsetning efnis til fyrirmyndar.

Greining og mat á varðveislugildi húsa og heilda er skýrt fram sett og vel rökstutt.

Minjastofnun Íslands gerir engar athugasemdir við könnunina.

Svör við athugasemdum:


1) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga, þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd Ríkiseigna þar sem fyrirhugaðar gróðureyjur á vestara bílastæðinu eru meðal annars til að minnka líkur á að stæðin séu notuð sem 'spólsvæði' með tilheyrandi hávaðamengun fyrir hótelgesti og íbúa í nágrenninu. Eystra stæðið verður eftir sem áður hindrunarlaust með tilliti til þess að stórir langferðabílar geti athafnað sig þar ásamt því að komast að og frá aðkomusvæði hótelsins.Varðandi vandræði með snjómokstur á bílastæðum með gróðureyjum þá eru öll bílastæði á lóð MA norðan aðkomuvegar frá Þórunnarstræti með gróðureyjum ásamt stórum bílastæðum við aðrar menntastofnanir í bænum eins og VMA og HA. Ef stæði þessu eru merkt með stikum á veturna má koma í veg fyrir skemmdir á kantsteinum og gróðri.

3)

a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd er varðar byggingarreit fyrir bílskúr á lóð númer 3 við Möðruvallastræti og verður ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.

b) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.


Skipulagsnefnd tekur undir tillögu sem sett er fram í húsakönnun um friðlýsingu Eyrarlandsvegar 22 og Möðruvallastrætis 2. Einnig er samþykkt að húsaröðin við Eyrarlandsveg 12-24 og húsaröðin við Eyrarlandsveg 27-35 njóti hverfisnefndar sem einnig verður skilgreind í aðalskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.