Bjarni Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. hverfisnefndar Naustahverfis.
Á fundi hverfisnefndar Naustahverfis 1. febrúar 2012 var eftirfarandi bókað:
Hverfisnefnd leggur áherslu á að útbúin verði sleppisvæði við Kjarnagötu þar sem hægt verður að hleypa börnum á leið í skólann út úr bílum. Með þessu má gera ráð fyrir minni umferð um bílastæði skólans og einnig um bílastæði leikskólans Naustatjarnar, þar sem mikil umferð er um það stæði vegna staðsetningar þess í nánd við aðalinngang Naustaskóla.
Samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum af Naustaskóla frá 14. maí 2008 er gert ráð fyrir sleppisvæðum við Kjarnagötu og Lækjartún en þar sem framkvæmdir standa enn yfir vegna byggingar skólans hefur ekki verið hægt að ganga endanlega frá þessum útfærslum. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir að þessum framkvæmdum verið lokið samhliða framkvæmdum við 2. áfanga grunnskólans.