Kristján Vilhelmsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. Útgerðarfélags Akureyringa.
Hann lagði fram skriflega fyrirspurn vegna bókunar í 11. lið í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. september 2011 svohljóðandi:
Ennfremur er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi Íslanska Gámafélagsins ehf., dagsett 11. nóvember 2010 verði fellt úr gildi.
Spurt er:
Hefur Akureyrarbær í hyggju að fylgja eftir bókun skipulagsnefndar?
Ef svo er hvenær má vænta þess að það verði gert?
Eins fram kemur í bókun skipulagsnefndar frá 28. september 2011 er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi verði fellt niður. HNE gefur út starfsleyfið og er því málið í höndum þeirrar stofnunar.