Glerárdalur og uppland Akureyrar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020093

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 70. fundur - 14.02.2012

Fulltrúar L-listans í umhverfisnefnd óska eftir að farið verði af stað með umsóknarferli við að gera framtíðarplan um nýtingu Glerárdals með það fyrir augum að þar verði aðgengilegt útivistarsvæði fyrir almenning.

Umhverfisnefnd samþykkir að skipa starfshóp um framtíðarnýtingu Glerárdals og tilnefnir fyrir sitt leyti Huldu Stefánsdóttur, Jón Inga Cæsarsson og Petreu Ósk Sigurðardóttur í starfshópinn og óskar eftir því við skipulagsnefnd að hún tilnefni tvo fulltrúa.

 

Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óskar bókað að hún fagni þessari ákvörðun L-lista. Petrea telur nauðsynlegt áður en lengra er haldið að gefa hagsmunaaðilum kost á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum líkt og í skýrslunni árið 2004.

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 16. febrúar 2012 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála f.h. umhverfisnefndar óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp um framtíðarsýn og framtíðarnýtingu Glerárdals. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson og Sigurð Guðmundsson í starfshóp um framtíðarsýn og framtíðarnýtingu  Glerárdals.