Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þuríður Þórðardóttir f.h. Benediktu ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytta notkun á 2., 3. og 4. hæð í Hafnarstræti 108 úr skrifstofuhúsnæði í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Björn Jónsson. Innkomnar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 18. júní 2013 og eldvarnareftirlits 25. júní 2013.
Jafnframt er óskað eftir að gefin verði jákvæð umsögn til bráðabirgða til sýslumanns um rekstur gistiskálans. Meðfylgjandi er tímasett framkvæmdaáætlun nauðsynlegra lagfæringa á húsnæðinu.
Innkomnar teikningar 17. mars 2014.
Skipulagsstjóri fellst á að gefið verði út tímabundið rekstrarleyfi fyrir starfseminni en frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.