Hofsbót, landfylling - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2016010122

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 220. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu við Hofsbót. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi afstöðumynd vegna framkvæmda við flotbryggju og grjótgarð við Hofsbót, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 16. janúar 2016 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. framkvæmdardeildar sækir um framkvæmdarleyfi fyrir landfyllingu við Torfunef. Meðfylgjandi eru teikningar.

Í umsögn Minjastofnunar Íslands, dagsettri 7. mars 2016, eru ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd en vakin er athygli á lögum um menningarminjar þar sem segir að finnist áður ókunnar fornminjar skuli stöðva framkvæmd án tafar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningar vegna framkvæmdar fyllingar við Torfunef, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Tekið skal tillit til umsagnar Minjastofnunar varðandi aðgerðir ef fornminjar koma í ljós við framkvæmdina.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.