Fjárhagsáætlun UMSA - 2025

Málsnúmer 2024050867

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 162. fundur - 21.05.2024

Lagt fram vinnuferli fjárhagsáætlunar og tímalína fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165. fundur - 02.07.2024

Lagðar fram fyrstu tillögur að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Vegna umræðu um fjárhagsáætlun bendi ég á að ég tel að ódýrasta og skilvirkasta lausnin fyrir framtíðaraðstöðu jöfnunar- og skiptistöðvar strætó sé að fylgja upphaflega samþykktu skipulagi og byggja upp aðstöðuna þar í áföngum sem gætu fylgt þörfinni eftir því sem aðstæður þróast.