Umhverfis- og mannvirkjaráð

150. fundur 07. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Ingimar Eydal
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Ingimar Eydal B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.

1.Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

Málsnúmer 2023030859Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 6. nóvember 2023 varðandi framkvæmdir við Móahverfi.

Þórir Guðmundsson verkefnastjóri sameiginlegra verkefna Akureyrarbæjar og Norðurorku og Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda gatna sátu fundin undir þessum lið.

2.Áskorun um trjágróður í nýjum hverfum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100899Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem skorað er á bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, til dæmis samsíða akbrautum eða á grænum svæðum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur undir ábendingar Skógræktarfélags Eyfirðinga og felur verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála að leggja fram tillögur að möguleikum til að hlúa betur að því gróðursæla og hlýlega yfirbragði sem á að einkenna græna og gróðursæla svæðisborg í samræmi við aðalskipulag Akureyrabæjar, sem og að leggja fram tillögu að trjáverndarstefnu Akureyrarbæjar.

3.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Lögð fram aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2023-2026


Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir árin 2023-2026 að viðbættri aðgerð vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum.


Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar því að nú liggi fyrir aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir Akureyrarbæ. Settar eru fram fjölmargar aðgerðir, stórar og smáar, sumar eru þegar komnar vel á veg en aðrar krefjast mikils fjármagns eða samvinnu við ríki og nágrannasveitarfélög og mun taka tíma að hrinda þeim í framkvæmd. Akureyrarbær hefur verið í fremstu röð á mörgum sviðum umhverfismála svo sem varðandi gjaldfrjálst strætókerfi, flokkun á sorpi, moltuvinnslu úr lífrænum úrgangi, metanvinnslu og margt fleira og er markmiðið að svo verði áfram. Starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Vistorku og öðrum sérfræðingum er þökkuð mikil og góð vinna við aðgerðaáætlunina.

4.Skammtímagisting í grunnskólum

Málsnúmer 2023110039Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 31. maí 2022 varðandi stöðumat brunavarna vegna fyrirhugaðra skammtímagistinga í skólum bæjarins.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með eldvarnir í grunnskólum og hvernig staðið er að öryggismálum hvað varðar gistingu í skólunum og að unnið sé að frágangi brunavarna í Síðuskóla.

5.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn kynnt fyrir ráðinu.

Fundi slitið - kl. 11:15.