Bæjarráð

3851. fundur 30. maí 2024 kl. 08:15 - 10:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Sindri Kristjánsson
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Sindri S. Kristjánsson S-lista sat fundinn í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.

1.atNorth - kynning á starfsemi

Málsnúmer 2024051396Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi og framtíðaráætlunum fyrirtækisins atNorth.

Fyrir hönd atNorth mættu Eyjólfur Magnússon forstjóri atNorth og Jóhann Þór Jónsson forstöðumaður þróunar atNorth.

Þá sátu Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku og Sóley Björk Stefánsdóttir stjórnarmaður Norðurorku fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Eyjólfi Magnússyni og Jóhanni Þór Jónssyni fyrir kynninguna.

2.Lystigarður - salerni

Málsnúmer 2023060069Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. maí 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 16. maí 2024 varðandi nýja salernisaðstöðu í Lystigarðinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka að upphæð kr. 10 milljónir og vísar viðaukanum til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

3.Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

Málsnúmer 2023030859Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. maí 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 17. maí 2024 vegna Móahverfis.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka að upphæð kr. 200 milljónir og vísar viðaukanum til afgreiðslu í bæjarráði.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:

Það er sérkennilegt að nauðsynlegt sé að óska eftir viðauka fyrir þessu verkefni nú, enda lá ljóst fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs, að þörf væri á þessu fjármagni vegna uppbyggingar Móahverfis.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Sindri S. Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Í máli þessu þarf meirihluti Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og L-lista litla aðstoð við að varpa ljósi á eigin klaufaskap við fjárhagsáætlunargerð bæjarins. Eins og gögn þessa máls sýna fram á var kostnaður við gatnagerð í Móahverfi vanáætlaður allt frá upphafi í fjárhagsáætlunargerð ársins 2024. Í þeirri vinnu lá fyrir að kostnaður vegna þessa verkefnis yrði aldrei undir 350 milljónum kr. en samt voru aðeins áætlaðar 250 milljónir kr. Miðað við þá áherslu sem meirihlutinn hefur lagt á að hið nýja hverfi byggist hratt og örugglega upp og að lóðaframboð í bænum sé ávallt fullnægjandi er þetta með talsverðum ólíkindum.

4.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar verksamningur dagsettur 27. maí 2024 við Húsheild ehf. vegna byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. apríl sl. og var þá samþykkt að ganga til samninga við Húsheild á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan verksamning og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirrita hann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Við samþykkjum þennan samning við Húsheild/Hyrnu og treystum að breyting á efnisvali muni ekki hafa áhrif á gæði húsanna. Búið var að samþykkja þessa uppbyggingu og því mikilvægt að halda áfram með hana en við höfum áhyggjur af styttingu á tíma á uppbyggingu og hvaða áhrif hún mun hafa á fjárhag bæjarins þar sem nú liggur einnig fyrir þátttaka bæjarins í uppbyggingu á Verkmenntaskólanum á Akureyri og uppbygging á gervigrasvelli á Þórssvæði er orðin mun dýrari en talað var um í upphafi. Fá svör hafa fengist við því hvort það eigi að hliðra einhverju í framkvæmdaáætlun næstu ára vegna þessara breytinga eða hvort það eigi að halda plani með aukinni skuldasöfnun.

5.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjóra og forstöðumanni atvinnu- og menningarmála er gert að greina kostnað og umfang við gerð nýrrar atvinnustefnu með aðkomu utanaðkomandi sérfræðings, fulltrúum atvinnulífs og kjörinna fulltrúa og leggja fyrir fjárhagsáætlunargerð bæjarráðs í byrjun ágúst.
Bæjarráð samþykkir tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

6.Hvítbók í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 2024051387Vakta málsnúmer

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 - Hvítbók í málefnum innflytjenda.

Umsagnarfrestur er til og með 21. júní 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn um hvítbókina og leggja þau fyrir bæjarráð 13. júní 2024.

7.Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál

Málsnúmer 2024051243Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. maí 2024 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. júní nk. Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/1505.html

Fundi slitið - kl. 10:30.