Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar 2022-2027

Málsnúmer 2022010391

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 4. fundur - 21.02.2022

Umræður og vinna við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð skipar Evu Hrund Einarsdóttur, Gunnar Má Gunnarsson og Ásrúnu Ýr Gestsdóttur í stýrihóp fyrir lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að gera erindisbréf fyrir stýrihópinn.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 22. fundur - 19.12.2022

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístunda, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála kynntu vinnu við fyrirhugaða lýðheilsustefnu.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála kynnti hugmyndir undirbúningshóps að vinnu og verklagi varðandi komandi verkefni að búa til lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar góða kynningu og fagnar því að vinna sé komin af stað við lýðheilsustefnu.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Rætt var stuttlega um vinnu að nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar í tengslum við kynningu Héðins Svarfdal verkefnastjóra lýðheilsumála, fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð um málið. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð óskar eftir aðkomu að gerð lýðheilsustefnunnar fyrr en seinna í ferlinu en óskað hefur verið eftir frekari gögnum frá Héðni um vinnuna til að geta kynnt sér málið betur og unnið út frá.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála kom og ræddi við ungmennaráðið m.a. varðandi vinnu við gerð nýrrar lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar. Stefnt er á að ungmennaráð hafi aðkomu að þeirri vinnu og verður sú samvinna útfærð síðar en til stendur að funda um það í janúar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála kynnti hugmyndafræði að vinnu við gerð lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða hugmyndafræði að vinnu við gerð lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála gerði grein fyrir stöðu mála og framgangi vinnu við fyrirhugaða lýðheilsustefnu sveitarfélagsins.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu á vinnu við lýðheilsustefnu sveitarfélagsins og fagnar frekara samstarfi eftir því sem verkinu vindur fram í haust.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 55. fundur - 24.06.2024

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála leiddi umræður og vinnu vegna vinnu við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla, Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasardóttir fulltrúi grunnskólabarna og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi leikskólabarna.

Öldungaráð - 40. fundur - 23.10.2024

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður lagði fram og kynnti erindi frá Idu Eyland forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs varðandi Lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar, hvað öldrungaráð telji vera lýðheilsu og hvað Akureyrarbær geti gert til að styðja við lýðheilsu aldraðra.
Öldungaráð fór yfir og ræddi erindið og samþykkir að senda niðurstöðurnar (umsögn nefndarinnar) til fræðslu- og lýðheilsusviðs.