Fræðslu- og lýðheilsuráð

4. fundur 21. febrúar 2022 kl. 13:30 - 15:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson Forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Sundfélagið Óðinn - erindi vegna þrekæfinga

Málsnúmer 2022020856Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar frá Sundfélaginu Óðni varðandi æfingaaðstöðu fyrir þrekæfingar iðkenda.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram.

2.Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Lagður fram styrktarsamningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna árið 2022.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.

3.Íþróttafélagið Þór - endurnýjun gervigrass og undirlags í Boganum

Málsnúmer 2021111572Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá umhverfis- og mannvirkjasviði varðandi ástand og stöðu mála á gervigrasi Bogans.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

4.Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar 2022-2027

Málsnúmer 2022010391Vakta málsnúmer

Umræður og vinna við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð skipar Evu Hrund Einarsdóttur, Gunnar Má Gunnarsson og Ásrúnu Ýr Gestsdóttur í stýrihóp fyrir lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að gera erindisbréf fyrir stýrihópinn.

5.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti

Málsnúmer 2021060431Vakta málsnúmer

Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktun nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025. Þar er lögð áhersla á að forvarnir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, sem og í starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Gert er ráð fyrir þverfaglegu samstarfi um aðgerðir.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur fyrir kynninguna. Ráðið telur mikilvægt að vekja athygli íþrótta- og tómstundafélaga á vefsíðunni Stopp ofbeldi https://stoppofbeldi.namsefni.is/

Fundi slitið - kl. 15:55.