Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. nóvember 2021:
Erindi Ásgeirs Ásgeirssonar T.ark Arkitekta ehf. dagsett 5. nóvember 2021, f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2, þar sem lögð er fram tillaga að uppbyggingu á lóðinni sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja fjögurra hæða hús sem getur verið 1482 m² en tillagan gerir ráð fyrir alllt að fimm hæða húsi sem er 1636 m². Eru efstu tvær hæðirnar inndregnar. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á norðurhorni og suðurhorni lóðar stækki lítillega.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Hilda Jana Gísladóttir til máls.