Málsnúmer 2022011466Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:
Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna spennistöðvar við Strandgötu. Breytingin felst í því að sunnan Strandgötu við innkeyrslu að Hofi og hafnarsvæði verður bætt við lóð og byggingarreit fyrir spennistöð. Innan byggingarreits verður heimilt að reisa spennistöð allt að 30 m² auk lagnakjallara. Byggingin verði á einni hæð með flötu eða einhalla þaki og hámarksvegghæð 2,4 m frá gólfkóta.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.
Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða frá úsendri dagskrá þannig að tveir nýir liðir bætist við sem verði 1. og 2. liður fundarins. Fyrri liðurinn varðar innrás Rússa í Úkraínu og sá síðari snýr að breytingu á skipan nefnda. Var það samþykkt.
Forseti bauð Sunnu Hlín Jóhannesdóttur velkomna á fyrsta fund hennar í bæjarstjórn.