Skipulagsráð

374. fundur 26. janúar 2022 kl. 08:15 - 11:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Tónatröð og Spítalavegur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2021120164Vakta málsnúmer

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Alls bárust 113 ábendingar við lýsinguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Isavia, SAk, Skipulagsstofnun, Norðurorku og Veðurstofu Íslands.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað frá GeoTek ehf. um niðurstöður jarðvegsrannsókna á svæðinu.
Afgreiðslu frestað þar til umferðargreining og umsögn Veðurstofu Íslands um jarðvegsrannsóknir liggja fyrir.

2.Sunnuhlíð 12 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2022010984Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fanneyjar Hauksdóttur hjá AVH arkitektum dagsett 19. janúar 2022 fyrir hönd RA 5 ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar verslunarmiðstöðvar við Sunnuhlíð 12.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins í samvinnu við Akureyrarbæ.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Þursaholt 5, 7 og 9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022011052Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Yrkis Arkitekta ehf. fyrir hönd SS Byggis ehf. dagsett 20. janúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna uppbyggingar á lóðum við Þursaholt nr. 5, 7 og 9.

Er óskað eftir eftirfarandi;

1. Nýtingarhlutfall verði aukið til að ná fram fjölbreyttari og betri íbúðargerðum án þess að fara út fyrir byggingarreit.

2. Að byggður verði sameiginlegur bílakjallari fyrir húsin þrjú sem einnig felur í sér sameiningu lóðanna.

3. Heimild til að byggja svalir og þakkanta að hámarki 1,8 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem byggingarreitir breytast ekki né hæðir húsa. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag AT16

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær tillögur að útfærslu deiliskipulags fyrir athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg. Í báðum tillögum er gert ráð fyrir lóð fyrir gagnaver nyrst á svæðinu auk möguleika á stækkun til austurs.

Þá er jafnframt lagt fram erindi Hjartar Narfasonar og Þórarins Kristjánssonar dagsett 4. janúar 2022 þar sem óskað er eftir lóð fyrir uppbyggingu gróðurhúss í tengslum við starfsemi gagnavers.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Viðbygging við Ráðhús - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022011064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar vinningstillaga Yrkis Arkitekta ehf. að breytingum á ráðhúsi Akureyrarbæjar. Vinna við hönnun sem byggir á tillögunni er að hefjast og gera þarf breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar til samræmis við þá vinnu.

6.Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021110347Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulagstillögu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.

í ljósi athugasemda við auglýsta skipulagstillögu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar með þeirri breytingu að fimmta hæð fyrirhugaðrar byggingar við Hofsbót 2 verði felld út úr tillögunni. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um efni athugasemda í samræmi við umræður á fundinum sem lögð verða fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

7.Hrafnagilsstræti 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingaráforma

Málsnúmer 2021080753Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu deiliskipulagstillögu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu í samráði við umsækjanda.

8.Oddagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021100005Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að deiliskipulagsbreytingu er lokið. Fjórar athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni breytingu á deiliskipulagi með vísan í athugasemdir nágranna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Goðanes 2 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2021120008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2022 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um lóðarstækkun og breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2 við Goðanes. Svæðið sem stækkunin nær til er skilgreint sem opið, óbyggt svæði í núgildandi aðalskipulagi. Það er austan við núverandi lóð og fyrirhugað er að nýta það sem geymslusvæði. Skipulagsbreytingin felur jafnframt í sér að byggt verði stakt hús norðan og austan við núverandi hús í stað viðbyggingar til vesturs. Þá verði bætt við aðkomu að lóðinni frá Freyjunesi. Meðfylgjandi er skýringarmynd og greinargerð.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. desember sl. og var afgreiðslu þess frestað þar til fyrir lægi nánari útfærsla svæðisins.
Skipulagsráð fellst ekki á að gerð verði breyting á gildandi aðal- og deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er erindinu hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Frostagata 6C - umsókn um stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2022010662Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Rafmanna ehf. óskar eftir stækkun byggingarreits á lóð nr. 6C við Frostagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum og rekstraraðilum Austursíðu 2 og Frostagötu 6B.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Rauðamýri 22 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2022010822Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2022 þar sem Andrea Ólöf Ólafsdóttir óskar eftir stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð nr. 22 við Rauðumýri. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Rauðumýri 20 og Grænumýri 17 og 19.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Glerárdalur, Fremri-Lambá - fyrirspurn varðandi færslu stígs og brúar

Málsnúmer 2022010849Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2022 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar kynnir fyrirhugaða framkvæmd við færslu stígs og brúar við Fremri-Lambá á Glerárdal. Meðfylgjandi eru umsögn Umhverfisstofnunar, skýringarmynd og greinargerð. Sótt verður um framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð framkvæmd er innan fólkvangsins á Glerárdal.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Að mati ráðsins kallar framkvæmdin ekki á breytingu á aðalskipulagi þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða.

13.Matthíasarhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022010592Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2022 þar sem Geir Sigurðsson sækir um lóð nr. 4 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Týsnes 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022010673Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2022 þar sem Vesturkantur ehf. sækir um lóð nr. 12 við Týsnes. Til vara er sótt um lóð nr. 11 við Sjafnargötu. Meðfylgjandi er greinargerð og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Týsnesi 12. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Goðanes 18 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021120978Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2021 þar sem Akurberg ehf. sækir um lóð nr. 18 við Goðanes. Meðfylgjandi er verkáætlun og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Lokanir gatna

Málsnúmer 2021090690Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. september 2021 var skipulagsráði falið að vinna drög að breytingum á reglum um tímabundnar lokanir gatna í samráði og samtali við hagaðila.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að tillögum um breytingar á reglum um tímabundnar lokanir gatna.

17.Langtímaleyfi söluvagna 2022

Málsnúmer 2022011098Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2022 rann út þann 20. janúar sl. Fjórar umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.
Ólöf Andrésdóttir L-lista vék af fundi eftir afgreiðslu 17. fundarliðar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 846. fundar, dagsett 6. janúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 847. fundar, dagsett 14. janúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 848. fundar, dagsett 20. janúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:30.