Öldungaráð

13. fundur 30. mars 2021 kl. 13:00 - 14:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu ÖA.
Öldungaráð þakkar fyrir veittar upplýsingar.

2.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2021030342Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna.

3.Stuðningur við aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 2021032007Vakta málsnúmer

Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna samkomutakmarkana og sjálfskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði fólks, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun.

Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna 2021 umfram hefðbundið starf.

Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 16:00.
Öldungaráð fagnar þessu framtaki og hvetur til þess að samráð verði haft við félag eldri borgara og/eða önnur félagasamtök og felur starfsmönnum að senda inn umsókn með þeim hugmyndum sem voru lagðar fyrir á fundinum.

4.Tjaldsvæðisreitur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020090736Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 19. janúar 2021 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting er gerð á svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis sem verður skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem er á svæðinu.

Sjá nánar hér:

https://www.akureyri.is/is/frettir/category/40/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2018-2030-heilsugaeslustodvar
Öldungaráð styður það að heilsugæsla verði byggð á skilgreindu svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis en óskar eftir því að fá frekari kynningu á fyrirhugaðri staðsetningu heilsugæslustöðvar í póstnúmeri 603.
Arnrún Halla Arnórsdóttir vék af fundi kl. 14:05.

5.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.


Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Leiðarljós núverandi skipulags eru óbreytt og er markmiðið sem fyrr að nýta betur opið landrými milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingar frá gildandi skipulagi eru að Glerárgata verður áfram 2 2 vegur í núverandi legu en með þrengingu og veglegri gönguþverun, afmarkað er pláss fyrir nýjan hjólastíg eftir Skipagötu, byggingareitir eru aðlagaðir að breytingum á Glerárgötu og Skipagötu, heimiluð hæð hluta húsa hækkar og þakform breytist. Gert er ráð fyrir að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að það sama muni gilda um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu.


Gögn er hægt að sjá hér: https://www.akureyri.is/is/frettir/category/40/midbaer-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu

Fundi slitið - kl. 14:25.