Málsnúmer 2021032007Vakta málsnúmer
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna samkomutakmarkana og sjálfskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði fólks, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun.
Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna 2021 umfram hefðbundið starf.
Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 16:00.