Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. mars 2019:
Lögð fram tillaga að skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sbr. framlagt erindisbréf, sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Ráðið samþykkir jafnframt að vinna hópsins verði launuð og óskar því eftir viðauka að upphæð kr. 1.794.000 við fjárhagsáætlun til að mæta þeim kostnaði.