Bæjarstjórn

3467. fundur 04. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:17 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.

1.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2020

Málsnúmer 2020010444Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um lántöku Akureyrarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga í tengslum við byggingu þjónustukjarna í Klettaborg. Bæjarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti þann 23. janúar sl.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 85.609.023 með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 93.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir fólk með fötlun, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélags um Lánsjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er bæjarstjóra, Ásthildi Sturludóttur, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2.Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. Jafnframt lögð fram tillaga bæjarráðs að skipan stjórnar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti drögin. Einnig tók til máls Þórhallur Jónsson.


Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að erindisbréfi með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt skipar bæjarstjórn Höllu Björk Reynisdóttur L-lista formann stjórnar, Andra Teitsson L-lista og Evu Hrund Einarsdóttur D-lista í stjórn Hlíðarfjalls og Guðmund Baldvin Guðmundsson B-lista sem varamann með 10 samhljóða atkvæðum.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2019010352Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti þann 23. janúar sl. og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir kynnti reglurnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög á reglum um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2020:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs. Einnig tók til máls Sóley Björk Stefánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

5.Hafnarstræti 34 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2019090300Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 34. Tillagan er lögð fram ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 20. janúar 2020, tveimur athugasemdum sem bárust á kynningartíma og bréfi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, fyrir hönd umsækjanda, þar sem fram koma viðbrögð við efni innkominna athugasemda og drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðra húsa. Þá er einnig lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

Tillagan er lögð fram með þeirri breytingu að í skilmálum er sett ákvæði um að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með breytingum á skilmálum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir og jafnframt að umsögn um athugasemdir verði samþykkt.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með 11 samhljóða atkvæðum (með þeirri breytingu að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m) og felur skipulagssviði að ganga frá gildistöku breytingarinnar.

6.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Umræða um skýrslu starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja næstu 15 árin.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti skýrsluna.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. janúar 2020
Bæjarráð 23. og 30. janúar 2020
Fræðsluráð 20. janúar 2020
Skipulagsráð 29. janúar 2020
Stjórn Akureyrarstofu 23. janúar 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. janúar 2020
Velferðarráð 22. janúar 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:17.