Frístundaráð

88. fundur 13. janúar 2021 kl. 12:00 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá þess efnis að mál 2020120201 Hrafnagilsstræti 16, íþróttahöllin - umsókn um skilti verði tekið af dagskrá. Var það samþykkt.

1.Umsókn um aukið framlag til ÍBA

Málsnúmer 2019090229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Erindið var á dagskrá frístundaráðs þann 9. september sl. og var þá vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Á fundi frístundaráðs þann 16. desember sl. var afgreiðslu frestað.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í fjárhagsáætlun sem gerð hefur verið fyrir árið 2021 var óhjákvæmilegt að grípa til hagræðingar til þess að ná sameiginlegu markmiði bæjarstjórnar um að stefna að sjálfbærni í rekstri. Í því ljósi var fjárhagsrammi frístundaráðs skertur og af þeirri ástæðu telur frístundaráð sér ekki annað fært en að fella niður greiðslu til ÍBA að upphæð 5,2 m.kr. sem ætluð er til að greiða húsaleigu til þriðja aðila. Jafnframt að minnka framlag rekstrarstyrkja til aðildarfélaga um 2 m.kr.

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað voru 1,6 m.kr. ekki nýttar af ferðasjóði Afrekssjóðs árið 2020 og því mun framlag bæjarins árið 2021 skerðast sem því nemur. IBA hefur því til ráðstöfunar 7 m.kr. í Afrekssjóð fyrir árið 2021 með því að nýta inneign síðasta árs eins og hefur verið.

Fulltrúi ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

Stjórn ÍBA harmar niðurskurð til íþróttahreyfingarinnar, þá sérstaklega hvað varðar liðinn “Húsaleiga og æfingastyrkir hjá þriðja aðila". Mikilvægt er að koma málefnum Karatefélags Akureyrar, Bogfimideildar Akurs og KFA í farveg en þessi félög hafa ekki aðgang að húsnæði/aðstöðu á vegum Akureyrarbæjar, ólíkt flestum öðrum félögum.




2.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing Akureyrarbæjar og KA vegna uppbyggingar á KA-svæðinu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

3.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2020 og tillögur vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu Afrekssjóðs til heiðursviðurkenninga frístundaráðs.

4.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 2. desember sl. var Evu Hrund Einarsdóttur og Önnu Hildi Guðmundsdóttur ásamt starfsmönnum falið að ræða við formann fræðsluráðs og sviðsstjóra fræðslusviðs varðandi framhald verkefnisins.

Lagt fram minnisblað varðandi útfærslu á frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð er afar hlynnt verkefninu og þakkar fyrir vel unnið minnisblað en óskar eftir frekari gögnum út frá umræðu á fundinum.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit tillagna sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Samfélagssvið 1-5 vísað til frístundaráðs.

Á fundi frístundaráðs þann 2. desember 2020 var starfsmönnum falið að fara vel yfir þá liði sem vísað var til ráðsins og koma með tillögu að svörum út frá umræðum á fundinum og með tilliti til starfs- og fjárhagsáætlunar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar ungmennum á Akureyri fyrir allar spurningarnar og ábendingarnar.

Ábendingum hefur verið komið til skila til þeirra aðila sem hafa með málefnin að gera en svör við spurningum og ábendingum má finna í meðfylgjandi skjali.



6.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021 lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun 2021.

Starfsáætlunin er unnin í anda samstarfssáttmála bæjarstjórnar þar sem lögð er áhersla á að vernda viðkvæma hópa og málefni barna og ungmenna sett í forgang. Af einstökum verkefnum má nefna að starfsemi Punktsins verður að mestu lögð niður í Rósenborg og hluta komið fyrir í öðru húsnæði bæjarins. Komið verður á mælaborði sem sýnir stöðu ungs fólks í sveitarfélaginu og ný aðgerðaáætlun barnvæns sveitarfélags mun verða til. Starfsemi Ungmennahússins verður tekin til endurskoðunar og áhersla verður á að efla þjónustu sem fellur undir Virkið og aukið við rafræna þjónustu. Þjónusta við félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu verður samþætt og lögð áhersla á að auka við heilsueflandi tilboð í starfseminni.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:00.