Frístundaráð

51. fundur 06. mars 2019 kl. 12:00 - 13:35 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2019 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila bílaklúbbnum afnot af Boganum fyrir árlega bílasýningu þann 17. júní 2019.

2.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju drög að samningum við Hestamannafélagið Létti, Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar um rekstur íþróttamannvirkja.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Samningarnir voru bornir upp til atkvæða hver fyrir sig.

Frístundaráð samþykkir samning við Hestamannafélagið Létti með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Íþróttafélagið Þór með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð felur starfsmönnum að ganga frá samningunum til undirritunar og senda svo til bæjarráðs til staðfestingar.

3.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sbr. framlagt erindisbréf, sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Ráðið samþykkir jafnframt að vinna hópsins verði launuð og óskar því eftir viðauka að upphæð kr. 1.794.000 við fjárhagsáætlun til að mæta þeim kostnaði.

4.Fjölskyldukort að íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2019010214Vakta málsnúmer

Í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019 samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 4. október 2018 að fela frístundaráði að móta tillögur að fjölskyldukorti að íþrótta- og frístundamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna nánari útfærslur á tillögum út frá umræðu á fundinum.

5.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stýrihóps heilsueflandi samfélags.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

6.Rekstur íþróttamannvirkja - samantektir

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar samantektir Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur Hlíðarfjalls, Sundlaugar Akureyrar og íþróttahúsa Akureyrarbæjar undanfarin ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir frístundaráð.

Fundi slitið - kl. 13:35.