Skipulagsráð

318. fundur 26. júní 2019 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Oddeyri - deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur að uppbyggingu byggðar á fyrirhuguðu deiliskipulagssvæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri.
Skipulagsráð samþykkir að fela formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

2.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað formanns skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett í júní 2019 um skipulag miðbæjar Akureyrar. Er þar lagt til að hafinn verði vinna við endurskoðun deiliskipulagsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar þar sem m.a. verður skoðað hvort að áfram eigi að miða við færslu Glerárgötu eða miða við núverandi legu hennar.

Orri Kristjánsson S-lista sat hjá við afgreiðsluna.

3.Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi B-áfangi

Málsnúmer 2018080081Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 10. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Krossaneshaga, B-áfanga. Kemur þar fram að ekki er gerð athugasemd við auglýsingu tillögunnar þegar gerð hafi verið betur grein fyrir hvaða flokkar iðnaðarstarfsemi verða heimilaðir á svæðinu til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð svæðisins.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna með breytingum til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

4.Sunnutröð - breyting götuheitis

Málsnúmer 2018100048Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Baldurs Helga Benjamínssonar dagsett 27. september 2018, þar sem lagt er til að nafni Sunnutraðar á Akureyri verði breytt þar sem gata með sama nafni er til á Hrafnagili. Hefur þetta orðið til þess að ferðamenn og viðbragðsaðilar hafa farið á rangan stað.

Málið hefur verið kynnt fyrir eiganda Sæluhúsa, sem er eini eigandi eigna við Sunnutröð, sem gerir ekki athugasemd við að heiti götunnar verði breytt.
Skipulagsráð samþykkir að breyta nafni á götunni Sunnutröð á Akureyri og felur skipulagssviði að óska eftir tillögum frá nafnanefnd.

5.Miðhúsavegur 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2019060210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd V&L ehf., kt. 491117-1680, sækir um stækkun lóðar nr. 2 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er lóðarleigusamningur, eignaskiptayfirlýsing og yfirlýsing um minnkun lóðar síðan 1984.
Skipulagsráð samþykkir ekki að stækka lóðina þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði. Er þessi niðurstaða í samræmi við afgreiðslu á sambærilegri ósk um lóðarstækkun aðliggjandi lóðar.

6.Skólpdælulögn milli Hörgársveitar og Sjafnargötu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2019060293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2019 þar sem Magnús Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Hörgársveitar, kt. 510101-3830, og Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skólpdælulögn, sem leggja á milli forsmíðaðra skolpdælustöðva sem komið verður fyrir neðanjarðar austan

Skógarhlíðar í Hörgársveit og við Sjafnargötu 5, Akureyri.

Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðastíg yfir Lónsá. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við skolpdælulögn og stíg, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

7.Naustatangi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019060339Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júní 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Slippsins á Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerá. Í breytingunni felst að afmarkaður verði byggingarreitur fyrir tengibyggingu á milli húsanna Naustatanga 2 og Hjalteyrargötu 22.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjanda.

8.Drottningarbraut - umsókn um myndaramma

Málsnúmer 2019060351Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júni 2019 þar sem Helena María Tryggvadóttir sækir um, fyrir hönd Akureyrarstofu, að setja upp ramma til myndatöku við lóð Nökkva við Drottningarbraut, sbr. meðfylgjandi myndir.
Skipulagsráð samþykkir að heimila Akureyrarstofu að setja upp ramma í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Hafa skal samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið varðandi staðsetningu og framkvæmd verkefnisins.

9.Strandgata 29 - umsókn um merkt bílastæði

Málsnúmer 2019060334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2019 þar sem Bjarni Gunnarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um að fá að merkja bílastæði yfir sumarmánuði fyrir framan hótel Hrímland við Strandgötu 29. Meðfylgjandi eru myndir.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð getur ekki orðið við óskum um sérmerkt bílastæði á landi bæjarins í samræmi við sambærilegar afgreiðslur.

10.Gleráreyrar 1 - umsókn um skilti á norður- og suðurhlið

Málsnúmer 2019060096Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að auka magn skilta á suður- og norðurhlið húss nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Meirihluti skipulagsráðs telur að í þessu tilviki sé um að ræða stórt og hátt hús með mikinn veggjaflöt og er það mat ráðsins að húsið beri vel stærð skilta umfram mörk í samþykkt um skilti í lögsögu Akureyrar án þess að þau yfirgnæfi húsið og samþykkir því erindið.

Ólafur Kjartanson V-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

11.Hafnarstræti 30 - umsókn um merkt bílastæði

Málsnúmer 2019060291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2019 þar sem Einar Gylfason fyrir hönd Hafnarstrætis 30, húsfélags, kt. 651196-2059, sækir um að merkt verði bílastæði við hús nr. 30 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð getur ekki orðið við óskum um sérmerkt bílastæði á landi bæjarins í samræmi við við sambærilegar afgreiðslur.

12.Lerkilundur 18 - fyrirspurn um byggingu þaks milli íbúðarhúss og bílgeymslu

Málsnúmer 2019060197Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Bergvins Fannars Gunnarssonar leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu þaks milli íbúðarhúss og bílgeymslu í Lerkilundi 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Orri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

13.Svæði til þyrlulendinga við Hof - fyrirspurn

Málsnúmer 2019060375Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar dagsett 20. júní 2019, f.h. Circle Air, kt. 610316-1070, og í samvinnu við Eldingu Hvalaskoðun Akureyrar. Er óskað eftir leyfi til að staðsetja þyrlu við suðurenda landfyllingar við Oddeyrarbót og bjóða ferðamönnum og almenningi upp á styttri þyrluferðir. Er óskað eftir leyfi til loka september 2019.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að veita leyfi til lendingar á þyrlu á svæði við Oddeyrarbót vegna mögulegs ónæðis sem af starfseminni gæti orðið.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

14.Starfsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019050540Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju til umræðu tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 726. fundar, dagsett 6. júní 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 727. fundar, dagsett 13. júní 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.