Málsnúmer 2018050142Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:
Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð. Tvær athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Rarik. Meðfylgjandi er tillaga að svörum Akureyrarbæjar um efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum verði samþykkt og að deiliskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista óskar bókað:
Ég tel að sleppisvæðið sé ekki nógu stórt og hvernig aðgengið er frá því að skólanum. Einnig er spurning um hvort gert sé ráð fyrir nógu mörgum bílastæðum. Á þessu svæði eru þrír skólar, tveir leikskólar og einn grunnskóli.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 9. lið í auglýstri dagskrá, Skýrsla bæjarstjóra, vegna forfalla bæjarstjóra. Var það samþykkt samhljóða.