Lög um almennar íbúðir

Málsnúmer 2016060056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3510. fundur - 16.06.2016

Rætt um nýsamþykkt lög um almennar íbúðir.

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri og Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búseta á Norðurlandi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir sjónarmið Búseta til málsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lögin má finna á netslóðinni: http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.html

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Lagt fram erindi dagsett 15. júlí 2016 frá Benedikt Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi. Erindið varðar mögulegt samstarf sveitarfélagsins og Búseta á Norðurlandi um byggingu leiguíbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá velferðarráði og felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Erindinu er vísað til velferðarráðs frá bæjarráði þann 21. júlí sl.

Dan Jen Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fundinn til að greina frá viðræðum sínum við málsaðila.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fór yfir bréf frá Búseta á Norðurlandi hsf. Þar sem hvorki hefur verið gerð húsnæðisáætlun né settar reglur um stofnframlag er erindinu vísað frá. Velferðarráð bendir aðilum á að sækja aftur um stofnframlag þegar húsnæðisáætlun og reglur hafa verið settar.

Bæjarráð - 3519. fundur - 25.08.2016

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 23. ágúst 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á sveitarfélög.

Bæjarráð - 3523. fundur - 29.09.2016

Rætt um ný lög um almennar íbúðir.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lögin má finna á netslóðinni http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.html
Bæjarráð skipar Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóra, Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrar, Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar, Halldóru Kristínu Hauksdóttur fulltrúa í velferðarráði og Jón Hróa Finnsson framkvæmdastjóra búsetudeildar í verkefnahóp. Hlutverk verkefnahópsins, leiðarljós og tímarammi kemur fram í erindisbréfi. Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni að kalla hópinn saman.

Velferðarráð - 1237. fundur - 05.10.2016

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 29. september 2016 um skipun verkefnahóps um aðkomu Akureyrarbæjar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir.

Lögin má finna á netslóðinni http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.html.

Bæjarráð - 3527. fundur - 27.10.2016

Lögð fram tilkynning ódagsett frá Íbúðalánasjóði um umsókn um stofnframlag. Í tilkynningunni kemur fram að Íbúðalánasjóði hafi borist umsókn um stofnframlög ríkisins á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna íbúða sem staðsettar eru innan Akureyrarbæjar. Umsóknir bárust frá eftirtöldum félögum:

Búseta Norðurlandi/Búfesti hsf. f.h. óstofnaðs hses.

Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins.

Getið er í tilkynningunni að Íbúðalánasjóður muni á næstu dögum yfirfara allar umsóknir sem hafa borist og meta hvort uppfyllt séu skilyrði laganna fyrir veitingu stofnframlags ásamt því að forgangsraða umsóknum ef þörf er á. Í tilkynningunni er það áréttað sérstaklega að það sé grundvallarskilyrði fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að hlutaðeigandi sveitarfélag samþykki einnig veitingu stofnframlags af þess hálfu. Umsækjendur hafa fengið viðbótarfrest til að skila samþykki sveitarfélagsins til 16. nóvember nk.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnahópur um húsnæðismál skili tillögum sínum sem fyrst og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn Búseta Norðurlandi/Búfesta hsf. f.h. óstofnaðs hses. og Brynju, Hússjóð Öryrkjabandalagsins og upplýsi þá um framgang mála.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

Lögð fram drög að greinargerð verkefnahóps um aðkomu Akureyrarbæjar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, ásamt tillögum að reglum um stofnframlög. Verkefnahópurinn leggur til að Akureyrarbær sæki um stofnframlag vegna byggingar 8 íbúða fyrir fólk með sérstakar húsnæðisþarfir árið 2017 og að veittir verði stofnstyrkir vegna 10 almennra íbúða að meðaltali á ári.



Einnig tekin til afgreiðslu umsókn Brynju hússjóðs öryrkjabandalagsins um stofnstyrk vegna kaupa á 5 íbúðum á árinu 2017 og kaupa og byggingu á 5 íbúðum á árinu 2018. Umsóknin var áður tekin fyrir í bæjarráði 21. júlí sl.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10294



Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur Akureyrarbæjar um stofnframlög.

Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi umsókn Brynju hússjóðs öryrkjabandalagsins dagsett 13. júlí 2016 um 12% stofnstyrk vegna kaupa á 5 íbúðum á árinu 2017. Bæjarráð lýsir einnig yfir vilja til samstarfs við Búfesti húsnæðissamvinnufélag (áður Búseti á Norðurlandi).



Gunnar Gíslason D-lista, Preben Jón Pétursson Æ-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óska bókað: Við samþykkjum framlagða tillögu að reglum, þar sem þörfin er brýn, en gerum alvarlega athugasemd við það hve seint gögn vegna málsins voru lögð fram.

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Lögð fram til kynningar skýrslan Húsnæðisáætlun og stofnframlög dagsett 9. febrúar 2017 sem unnin var af verkefnahóp um aðkomu Akureyrarbæjar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 15. janúar 2018 vegna endurskoðunar á húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar þar sem lagt er til að keypt verði sérfræðivinna við endurskoðunina.
Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3584. fundur - 25.01.2018

9. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 17. janúar 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. janúar 2018 vegna endurskoðunar á húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar þar sem lagt er til að keypt verði sérfræðivinna við endurskoðunina.

Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að keypt verði sérfræðivinna við endurskoðun á húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar fyrir allt að kr. 2,5 milljónir.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Lögð fram húsnæðisáætlun frá VSO ráðgjöf en eftir útboð var ákveðið að taka tilboði þeirra um gerð húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarkaupstað. Möguleiki var að koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar væru.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð bendir á að gert er ráð fyrir að allar litlar íbúðir séu byggðar í fjölbýlishúsi. Í áætlunum ráðsins um húsnæðisuppbyggingu er gert ráð fyrir byggingu lítilla sérbýla sem koma þarf fram í húsnæðisáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 32. fundur - 18.05.2018

Lögð fram húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ frá VSO ráðgjöf ehf og beiðni um umsögn ráðsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

Kynnt drög að húsnæðisáætlun fyrir Akureyri 2018-2026 unnin af VSÓ ráðgjöf.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu og kallar eftir frekari upplýsingum.

Bæjarráð - 3615. fundur - 01.11.2018

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 23. ágúst sl. Þá voru kynnt drög að húsnæðisáætlun fyrir Akureyri 2018-2026 unnin af VSÓ ráðgjöf. Bæjarráð samþykkti þá að unnið yrði áfram að málinu og kallaði eftir frekari upplýsingum.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Beðið er eftir svörum Íbúðalánasjóðs við drögum að húsnæðisáætlun og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að fylgja málinu eftir.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 11:05.