Lögð fram tilkynning ódagsett frá Íbúðalánasjóði um umsókn um stofnframlag. Í tilkynningunni kemur fram að Íbúðalánasjóði hafi borist umsókn um stofnframlög ríkisins á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna íbúða sem staðsettar eru innan Akureyrarbæjar. Umsóknir bárust frá eftirtöldum félögum:
Búseta Norðurlandi/Búfesti hsf. f.h. óstofnaðs hses.
Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins.
Getið er í tilkynningunni að Íbúðalánasjóður muni á næstu dögum yfirfara allar umsóknir sem hafa borist og meta hvort uppfyllt séu skilyrði laganna fyrir veitingu stofnframlags ásamt því að forgangsraða umsóknum ef þörf er á. Í tilkynningunni er það áréttað sérstaklega að það sé grundvallarskilyrði fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að hlutaðeigandi sveitarfélag samþykki einnig veitingu stofnframlags af þess hálfu. Umsækjendur hafa fengið viðbótarfrest til að skila samþykki sveitarfélagsins til 16. nóvember nk.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.