Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi stuttlega frá vinnufundi í Connect verkefninu. Fundurinn var haldinn í Osló dagana 21.- 23. september sl. og sóttu fundinn fulltrúar 10 sveitarfélaga á Norðurlöndunum sem sérstaklega vinna með velferðartækni.
Á fundinum var unnið með verkfæri eða þrep sem eiga að nýtast við skipulagningu og innleiðingu velferðartækni. Jafnfram voru lögð drög að kynningarfundum sem haldnir verða í öllum sveitarfélögunum í byrjun næsta árs. Áætlað er að fundirnir verði í Reykjavík og á Akureyri í maí 2017.