Bæjarráð

3519. fundur 25. ágúst 2016 kl. 08:30 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Menningarfélag Akureyrar - MAK

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2015120168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Ingunn Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri starfsþróunar og Birna Eyjólfsdóttir mannauðsráðgjafi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.



Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti á fundinn kl. 09:20.
Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar til bæjarstjórnar.

3.Ný húsnæðislöggjöf - áhrif á sveitarfélög

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 23. ágúst 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á sveitarfélög.

4.Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016080073Vakta málsnúmer

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 19. ágúst 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS byggis ehf,

kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Meðfylgjandi er tillaga unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 24. ágúst 2016 og samþykki nágranna.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

5.Eyþing - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016080089Vakta málsnúmer

Rætt um samstarf sveitarfélaga um sameiginleg verkefni.
Bæjarráð óskar eftir því við stjórn Eyþings að tekin verði umræða á aðalfundinum um samstarf sveitarfélaga og hagkvæmni og skilvirkni í sameiginlegum verkefnum sveitarfélaga.

6.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 281. og 282. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 31. maí og 27. júní 2016.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

7.Legatsjóður Jóns Sigurðssonar

Málsnúmer 2016030151Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi tilnefningu í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.
Bæjarráð veitir stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fullt umboð til að tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins.

8.Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál

Málsnúmer 2016080064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. ágúst 2016 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál, 2016. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. ágúst nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1373.html



Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 10:50.

Fundi slitið - kl. 11:30.