Bæjarráð

3543. fundur 09. febrúar 2017 kl. 08:30 - 11:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Starfsmannakönnun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020023Vakta málsnúmer

Kynntar fyrstu niðurstöður starfsmannakönnunar Akureyrarbæjar.

Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá HA, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Alma Rún Ólafsdóttir verkefnastjóri og Birna Eyjólfsdóttir mannauðsfulltrúi hjá Akureyrarbæ sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Baldvin Valdemarsson og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Stjórnendaálag deildarstjóra

Málsnúmer 2017010004Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 7. febrúar 2017:

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 3. febrúar 2017.

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.

Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 6. janúar 2017:

Unnið að endurskoðun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 10. janúar 2017:

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.

Umfjöllun um tillögu að nýjum reglum um stjórnendaálag deildarstjóra.

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna, í samræmi við umræður á fundinum, endanlega tillögu að reglum um stjórnendaálag deildarstjóra fyrir fund kjarasamninganefndar 7. febrúar nk.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stjórnendaálag deildarstjóra og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um stjórnendaálag deildarstjóra.

3.Stjórnendaálag forstöðumanna

Málsnúmer 2017010057Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 7. febrúar 2017:

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 3. febrúar 2017.

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.

Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 10. janúar 2017:

Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.

Umfjöllun um endurskoðun á reglum um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna, í samræmi við umræður á fundinum, endanlega tillögu að reglum um stjórnendaálag forstöðumanna fyrir fund kjarasamninganefndar 7. febrúar nk.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stjórnendaálag forstöðumanna og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag forstöðumanna. Jafnframt samþykkir bæjarráð sólarlagsákvæði vegna þessara breytinga skv. minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

4.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 3. febrúar 2017:

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 27. janúar 2017:

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 24. janúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umfjöllun um starf stjórnanda Akureyrarstofu.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að starf stjórnanda Akureyrarstofu verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar að starf stjórnanda Akureyrarstofu verði skilgreint sem deildarstjórastarf og að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

5.Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli

Málsnúmer 2017010126Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 3. febrúar 2017:

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. febrúar 2017.

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 26. janúar sl.

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 19. janúar 2017:

Lögð fram drög að skipuriti fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt starfsáætlunum fyrir árið 2017 frá Fasteignum Akureyrarbæjar, framkvæmdadeild og umhverfismiðstöð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt skipurit í samræmi við umræður á fundinum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.



Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarstjóra að vinna að nánari útfærslu í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er málinu vísað til kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að ný störf stjórenda á umhverfis- og mannvirkjasviði verði skilgreind sem forstöðumannsstörf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfs forstöðumanns viðhalds, forstöðumanns nýframkvæmda og forstöðumanns rekstrar samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar að ný störf stjórnenda á umhverfis- og mannvirkjasviði verði skilgreind sem forstöðumannastörf og að greitt verði stjórnendaálag vegna starfanna skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

6.Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2016120016Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 7. febrúar 2017:

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. janúar 2017:

Farið yfir stöðu stjórnsýslubreytinganna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að millistjórnendur á fjársýslu- og stjórnsýslusviði verði skilgreindir forstöðumenn viðkomandi deilda vegna ábendingar kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns upplýsinga- og þjónustudeildar á stjórnsýslusviði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar um að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns upplýsinga- og þjónustudeildar á stjórnsýslusviði samkvæmt reglum um stjórnendaálag.

7.Dómur í máli E-237/2015

Málsnúmer 2015090087Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar dómur í máli E-237/2015.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun samninga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 12. janúar 2017:

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar samningnum aftur til stjórnar Akureyrarstofu og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir 9. febrúar nk. og óskar eftir að formaður stjórnar MAk, formaður stjórnar Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs mæti á þann fund.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk, Ágúst Torfi Hauksson stjórnarmaður í MAk og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu þeir Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

9.Almennar íbúðir - drög að húsnæðisáætlun

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun.

10.Kiwanisklúbburinn Kaldbakur - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 1. febrúar 2017 frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki þar sem óskað er eftir styrk vegna umdæmisþings sem haldið verður á Akureyri dagana 22.- 23. september nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk vegna húsaleigu að fjárhæð kr. 335.000 sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.

11.Hafnarstræti 80 - greiðsla í bílastæðasjóð

Málsnúmer 2017010262Vakta málsnúmer

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017.

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, fer fram á að greiða í bílastæðasjóð fyrir bílastæði utan lóðar nr. 80 við Hafnarstræti samkvæmt eldri gjaldskrá.

Lagt fram minnisblað Málflutningsstofu Reykjavíkur, Daníel Ísbarn hrl. f.h. lóðarhafa og minnispunktar Hjalta Steinþórssonar hrl. ásamt fylgiskjölum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Í samræmi við minnispunkta Hjalta Steinþórssonar hrl. telur skipulagsráð að greiðsla fyrir bílastæði utan lóðar falli í gjalddaga við samþykkt byggingarleyfis, og að greiða skuli samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá er í gildi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með tilvísan til álits Hjalta Steinþórssonar hrl. að greiða skuli fyrir þau bílastæði sem ekki komast fyrir innan lóðar í samræmi við þá gjaldskrá sem í gildi verður við veitingu byggingarleyfis.

12.Atvinnuþróunarfélag Eyjarfjarðar - framlag sveitarfélaga

Málsnúmer 2017020020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. febrúar 2017 frá Sigmundi Einari Ófeigssyni framkvæmdastjóra AFE fyrir hönd stjórnar AFE þar sem eftirfarandi kemur fram:

Líkt og kynnt var á haustfundi Atvinnuþróunarfélagsins í nóvember sl. mun stjórn AFE leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi, hækkunin mun þá gilda afturvirkt frá áramótum 2016/2017.

Framlag per íbúa mun þá hækka úr 1.388 kr. í 1.666 kr. Þessi hækkun er nauðsynleg rekstri félagsins þar sem hækkanir undanfarinna ára hafa aðeins tekið mið af neysluvísitölu. Því er hér um að ræða uppsafnað misgengi milli launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára.

13.Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis

Málsnúmer 2017020019Vakta málsnúmer

Þingmenn Norðausturkjördæmis boða til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á starfssvæði Eyþings miðvikudaginn 15. febrúar nk. Fundurinn verður á Akureyri kl. 13:00 - 16:00. Upplýsingar um fundarstað sendar síðar.

14.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 98. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 11. janúar 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015
Bæjarráð vísar 4. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 5. lið til bæjarstjóra, 1.- 3. liður fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

15.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. janúar 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

16.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 2. febrúar 2017. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Fundi slitið - kl. 11:47.