Bæjarráð

3515. fundur 21. júlí 2016 kl. 08:30 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Gunnar Gíslason mætti til fundar kl. 08:40.

1.Hljóðvist við Borgarbraut

Málsnúmer 2016070064Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi dagsett 12. júlí 2016 annars vegar frá Herði Óskarssyni fyrir hönd íbúa í Vestursíðu 6 og hins vegar frá Gunnari J. Jóhannssyni fyrir hönd íbúa í Núpasíðu 2 er varðar hljóðvist við Borgarbraut.

Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur framkvæmdadeild og skipulagsdeild að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá og Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti.



Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég tel að eina leiðin í þessu máli sé að mæta óskum íbúanna við Vestursíðu 8a og 6 nú þegar, þar sem rekja má ástæðu málsins til rangra upplýsinga sem komu fram í skýrslu frá Akureyrarbæ 2012 og 2013 og væntingum sem byggðar voru upp með því að senda teikningar af hljóðveggjum til íbúanna á sl. ári sem gáfu tilefni til að ætla að þessir veggir yrðu settir upp á þessu ári.

2.Aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kostnaðaruppgjör vegna vinnu aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er um 13 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir 12 milljónum kr.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Almennar íbúðir - Búseti ósk um samstarf

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. júlí 2016 frá Benedikt Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi. Erindið varðar mögulegt samstarf sveitarfélagsins og Búseta á Norðurlandi um byggingu leiguíbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá velferðarráði og felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

4.BRYNJA hússjóður öryrkjabandalagsins - umsókn um stofnstyrk

Málsnúmer 2016070061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2016 frá Birni Arnari Magnússyni framkvæmdastjóra fyrir hönd BRYNJU Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Í erindinu kemur fram að BRYNJA Hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir um 12% stofnstyrk auk 4% viðbótarframlags vegna skorts á leiguhúsnæði sbr. lög um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúðum á Akureyri á árunum 2017 og 2018.

Sótt er um stofnstyrki vegna kaupa á 5 íbúðum á árinu 2017 og vegna kaupa og byggingu á 5 íbúðum á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá velferðarráði og felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

5.Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007100109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2016 frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar varðandi kostnaðarskiptingu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í fyrirhugaðri viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

6.Öldrunarheimili Akureyrar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júlí 2016 um stöðu og ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart rekstri öldrunarheimilanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Hamrar - aukin gæsla á tjaldsvæðum 2016

Málsnúmer 2016070048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10. júlí 2016 frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs.

Fundi slitið - kl. 10:50.