Velferðarráð

1277. fundur 02. maí 2018 kl. 14:00 - 16:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista sat fundinn í forföllum Halldóru K. Hauksdóttur.
Svava Þórhildur Hjaltalín D-lista var fjarverandi sem og varamaður hennar.

1.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013 - 2016 - 2018

Málsnúmer 2013040041Vakta málsnúmer

Reglur um úthlutun leiguíbúða lagðar fram að nýju en þær voru áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir Æ-lista lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég harma að reglur um dýrahald séu ekki rýmkaðar meira. Skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda í fjölbýli til að halda megi hunda eða ketti. Sé sú samþykkt til staðar er óásættanlegt að Akureyrarbær skerði lífsgæði íbúa/leigjenda og mismuni fólki með þessum hætti. Gengið er út frá því að leigjendur, þar á meðal öryrkjar, geti ekki sinnt dýrum en í flestum tilfellum gera þeir það mjög vel. Þau dæmi sem það gengur ekki upp mega ekki vera ráðandi."

2.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016 - stofnframlag - húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun frá VSO ráðgjöf en eftir útboð var ákveðið að taka tilboði þeirra um gerð húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarkaupstað. Möguleiki var að koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar væru.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð bendir á að gert er ráð fyrir að allar litlar íbúðir séu byggðar í fjölbýlishúsi. Í áætlunum ráðsins um húsnæðisuppbyggingu er gert ráð fyrir byggingu lítilla sérbýla sem koma þarf fram í húsnæðisáætlun.

3.Aðgerðaráætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs lagði fram til kynningar drög að endurnýjaðri aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og ofbeldis gegn börnum.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit þriggja fyrstu mánaða ársins fyrir alla málaflokka velferðarráðs.

5.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðstjóri búsetusviðs kynnti stöðu vinnu við velferðarstefnu.

6.Málefni í vinnslu og gögn frá SFV

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var haldinn 16. apríl sl. og sótti Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar fundinn.

Lögð fram til kynningar ársskýrsla samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.

7.ÖA - breyting á skammtímarými í dagþjálfunarrými

Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram til kynningar bréf til velferðarráðuneytis þar sem óskað er viðræðna um nýsköpunar- og þróunarverkefni þar sem rýmum í tímabundinni dvöl verði breytt í dagþjálfunarrými.

8.Jafnréttisáætlun og verkefni

Málsnúmer 2017040094Vakta málsnúmer

Öldrunarheimili Akureyrar hlutu Jafnréttisviðurkenningu Akureyrar 2018 fyrir framlag sitt til jafnréttismála á Akureyri. Viðurkenningin var afhent á Vorkomu Akureyrarstofu sem fram fór sumardaginn fyrsta þann 19. apríl sl.

ÖA hefur á síðustu árum unnið að kynjagreiningu í starfseminni í samstarfi við Jafnréttisstofu og er nú í samstarfsverkefni undir heitinu "brjótum hefðirnar". Þá er reglulega auglýst sérstaklega eftir körlum til starfa.
Velferðarráð óskar Öldrunarheimilum Akureyrar til hamingju með viðurkenninguna.

9.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu óskaði eftir umsögn velferðarráðs um upplýsingastefnu Akureyrarbæjar sem vinnuhópur hefur verið með í smíðum.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við upplýsingastefnuna og lýsir ánægju sinni með hana.

Fundi slitið - kl. 16:10.