Velferðarráð

1234. fundur 24. ágúst 2016 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017- velferðarráð

Málsnúmer 2016080074Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi vinnuáætlun og tímaáætlun við fjárhagsáætlun ársins 2017.

2.Velferðarráð - hagræðing 2016-2019

Málsnúmer 2016030168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga aðgerðarhóps um hagræðingu á fjölskyldudeild og búsetudeild alls 54.8 m.kr. Á fjölskyldudeild er m.a. um að ræða lækkun á launalið, vistun og fjárhagsaðstoð auk hækkunar á tekjum á PBI, alls 38.100 m.kr. Á búsetudeild er um að ræða lækkun á launalið og hækkun tekna alls 16.700 m.kr.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

3.Fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 2016010029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu sjö mánuði ársins.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

4.BRYNJA hússjóður Öryrkjabandalags Íslands - umsókn um stofnstyrk

Málsnúmer 2016070061Vakta málsnúmer

Erindinu er vísað til velferðarráðs frá bæjarráði þann 21. júlí sl.

Dan Jen Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fundinn til að greina frá viðræðum sínum við málsaðila.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fór yfir bréf frá BRYNJU hússjóði Öryrkjabandalags Íslands. Þar sem hvorki hefur verið gerð húsnæðisáætlun né settar reglur um stofnframlag er erindinu vísað frá. Velferðarráð bendir aðilum á að sækja aftur um stofnframlag þegar húsnæðisáætlun og reglur hafa verið settar.

5.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Erindinu er vísað til velferðarráðs frá bæjarráði þann 21. júlí sl.

Dan Jen Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fundinn til að greina frá viðræðum sínum við málsaðila.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fór yfir bréf frá Búseta á Norðurlandi hsf. Þar sem hvorki hefur verið gerð húsnæðisáætlun né settar reglur um stofnframlag er erindinu vísað frá. Velferðarráð bendir aðilum á að sækja aftur um stofnframlag þegar húsnæðisáætlun og reglur hafa verið settar.

6.Starfshópur um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2013100141Vakta málsnúmer

Frumvarp varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga hefur verið birt á vef velferðarráðuneytisins og óskað eftir umsögnum og athugasemdum fyrir 29. ágúst nk. Fyrir liggja drög að umsögn Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir umsögnina.

7.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016

Málsnúmer 2016020160Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða allra málaflokka velferðarráðs frá janúar til júní 2016 lögð fram til kynningar.

8.Þórunnarstræti 99 - heitur pottur

Málsnúmer 2015050177Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar kynnti áætlanir um uppsetningu á heitum potti við Þórunnarstræti 99.
Laufeyju Þórðardóttur er falið að afla upplýsinga um málið fyrir næsta fund.

9.Búsetudeild - einstaklingsmál 2016

Málsnúmer 2016020007Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar kynnti einstaklingsmál.

Arna Jakobsdóttir forstöðumaður þjónustukjarnans Hafnarstræti 28-30 sat fundinn undir þessum lið.

10.Búsetudeild - Jörvabyggð

Málsnúmer 2016050255Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar kynnti þróun í málefnum Jörvabyggðar.

Arna Jakobsdóttir forstöðumaður þjónustukjarnans Hafnarstræti 28-30 sat fundinn undir þessum lið.
Sigríður Huld Jónsdóttir yfirgaf fundinn kl. 16:40.

11.ÖA - velferð og tækni, velferðartækni

Málsnúmer 2013010215Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá og kynnti undirbúning að uppsetningu á raddstýrðum neyðarhnappi sem verið er að setja upp á ÖA. Með þeim hætti er leitast við að bæta öryggi og um leið létta álagi af notanda og starfsfólki, vegna óvissu og endurtekinna heimsókna til eftirlits. Með þessum hætti ætti tæknileg lausn að auka lífsgæði.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

12.ÖA - breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram undirritað samkomulag við Oddfellowregluna á Akureyri um breytingar og endurgerð á tveimur raðhúsaíbúðum.

13.ÖA - Eden alternative / hugmyndafræði

Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram tvær skýrslur/samantektir um kannanir í tengslum við vinnu við endurnýjun alþjóðlegrar viðurkenningar ÖA sem EDEN heimili.

Sú fyrri, "Hlýleikakönnun Eden 2016" lýsir niðurstöðum könnunar 2016 og að samanburður milli kannana bendi til að náðst hafi árangur í að bæta líðan íbúa. Næstu aðgerðir þurfi að taka mið af áherslum á þátttöku íbúa, markvissa upplýsingamiðlun og styrkingu á tengslum við fjölskyldur.

Í "Hlýleikakönnun meðal íbúa á ÖA" eru dregin saman viðtöl og vettvangsnótur sem safnað var þegar könnunin var lögð fyrir íbúa.

14.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:00.