Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram tvær skýrslur/samantektir um kannanir í tengslum við vinnu við endurnýjun alþjóðlegrar viðurkenningar ÖA sem EDEN heimili.
Sú fyrri, "Hlýleikakönnun Eden 2016" lýsir niðurstöðum könnunar 2016 og að samanburður milli kannana bendi til að náðst hafi árangur í að bæta líðan íbúa. Næstu aðgerðir þurfi að taka mið af áherslum á þátttöku íbúa, markvissa upplýsingamiðlun og styrkingu á tengslum við fjölskyldur.
Í "Hlýleikakönnun meðal íbúa á ÖA" eru dregin saman viðtöl og vettvangsnótur sem safnað var þegar könnunin var lögð fyrir íbúa.