Notendaráð í málaflokki fatlaðra

Málsnúmer 2016050124

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Lögð fram drög að samþykkt fyrir notendaráð í málaflokki fatlaðra.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lagði fram að nýju drög að samþykkt fyrir notendaráð í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkti drögin og felur starfsmönnum að undirbúa framkvæmdina og málinu vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. júní 2016:

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lagði fram að nýju drög að samþykkt fyrir notendaráð í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkti drögin og felur starfsmönnum að undirbúa framkvæmdina og málinu vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir samþykktina.

Velferðarráð - 1237. fundur - 05.10.2016

Óskað hefur verið eftir tilnefningum í notendaráð í málaflokki fatlaðra. Velferðarráð þarf að tilnefna sinn fulltrúa í ráðið.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Umfjöllun um málið frestað til næsta fundar.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:55.

Velferðarráð - 1238. fundur - 19.10.2016

Óskað hefur verið eftir tilnefningum í notendaráð í málaflokki fatlaðra. Velferðarráð þarf að tilnefna sinn fulltrúa í ráðið.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tilnefnir Róbert Frey Jónsson sem aðalmann og Sigríði Huld Jónsdóttur sem varamann í notendaráðið.

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Málefni notendaráðs í málaflokki fatlaðra tekin til umræðu.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið lítur svo á að skipunartími notandaráðs sé til nóvember 2018 sbr. "Samþykkt fyrir notendaráð fatlaðs fólks Þjónustusvæðið í Eyjafirði" frá 15. júní 2016. Rætt um að endurskoða þurfi samþykkt um notendaráðið og taka málið upp að nýju þegar skipunartíma núverandi ráðs lýkur.