Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer
Málinu var frestað á fundi ráðsins 6. apríl sl.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA) kynnti tilrauna- og rannsóknarverkefni um hjólaverkefni til aukinnar hreyfingar. Verkefnið er unnið í samvinnu við norskt fyrirtæki, Mototech, og var í umsjón Ástu Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara. Í lok verkefnis fór fram mat á framvindu og mögulegu framhaldi á notkun þessa búnaðar innan ÖA. Lögð var fram samantekt um verkefnið og greindi framkvæmdastjóri frá kostnaði við tækjakaup til að hægt sé að nýta þessa tækni til að styrkja hreyfigetu og lífsgæði íbúa.
Á opnum dögum/Gleðidögum ÖA sem voru 9.- 10. júní sl. var búnaðurinn kynntur sérstaklega og haldin kaffisala til fjáröflunar þessa verkefnis.