Velferðarráð

1238. fundur 19. október 2016 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 2016010029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar og starfsfólki falið að greina þjónustuþörfina frekar.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2016

Málsnúmer 2016010028Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti stöðuna á biðlista eftir leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 30. september 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

3.Húsnæðismál einstaklinga

Málsnúmer 2008050029Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi gerði grein fyrir húsnæðismáli einstaklings.

Lagt fram minnisblað dagsett 19. október 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Málefni einstaklinga eru bókuð í trúnaðarbók velferðarráðs.

4.Notendaráð í málaflokki fatlaðra

Málsnúmer 2016050124Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið eftir tilnefningum í notendaráð í málaflokki fatlaðra. Velferðarráð þarf að tilnefna sinn fulltrúa í ráðið.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tilnefnir Róbert Frey Jónsson sem aðalmann og Sigríði Huld Jónsdóttur sem varamann í notendaráðið.

5.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. október sl. frá framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldóri S Guðmundssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir um skipan vinnuhópa sem vinni að frekari útfærslu og þarfagreiningum um velferðartækni. Lagt er til að skipaðir verði þrír hópar, einn á hverju sviði, enda kunni áherslur að vera eitthvað ólíkar.
Velferðarráð Akureyrar samþykkir að settir verði á fót vinnuhópar um velferðartækni á hverju sviði, þ.e. búsetudeild, fjölskyldudeild og á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Verkefni hópanna verði samhæfð og framkvæmdastjórum falið að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópana í takti við áherslur fyrirliggjandi minnisblaðs og leggja fyrir næsta fund velferðarráðs. Hópunum verði ætlaður 12 mánaða starfstími, þá skuli fundargerðir þeirra kynntar í velferðarráði. Með hliðsjón af skilgreindum fösum eða þrepum sem Connect verkefnið vinnur með, verði hópunum falið að vinna að og móta framtíðarsýn, aðgerðaáætlun ásamt samskiptaáætlun og þarfagreiningu fyrir viðkomandi deild/starfseiningu út frá áherslum á velferðartækni. Leitast verði við að skýra og greina hverju mögulega megi fá breytt og áorkað með slíkum breytingum. Að ári liðnu verði framvindan metin og áherslur og vinnulag endurmetið.

6.Búsetudeild - Jörvabyggð

Málsnúmer 2016050255Vakta málsnúmer

Í ágúst síðastliðnum var bætt við næturvakt og aukið við mönnun um helgar í búsetukjarnanum við Jörvabyggð. Þær aðstæður sem brugðist var við með ofangreindum hætti eru enn til staðar.

Kostnaður er áætlaður 1,6 mkr. á mánuði. Heildarkostnaður vegna viðbótarinnar er um 6,5 mkr. á yfirstandandi ári. Framkvæmdastjóri búsetudeildar óskar eftir að fjárheimildir kostnaðarstöðvarinnar verði auknar um 6,5 mkr. til að mæta kostnaðinum.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að fjárheimildir búsetudeildar vegna kostnaðarstöðvar 1025590 verði auknar um 6,5 mkr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

7.Starfsáætlanir með fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 2016090099Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA sem fjallað var um á síðasta fundi og framkvæmdastjórar hafa unnið að og skilað til hagsýslu bæjarins, lagðar fram til kynningar og staðfestingar.

8.Velferðarráð - vinabæjasamskipti 2016

Málsnúmer 2016030169Vakta málsnúmer

Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs og Kristinn Már Torfason forstöðumaður hjá búsetudeild sögðu frá ferð sinni á vinabæjamót í Randers í Danmörku 15.- 17. júní 2016.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

9.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Velferðarráð fór yfir vinnu við gerð velferðarstefnu fyrir árin 2017-2021.

Þessum lið var frestað á fundi 7. september 2016.

Fundi slitið - kl. 16:30.