Bæjarráð

3513. fundur 07. júlí 2016 kl. 08:30 - 10:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson varaformaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Mýrarvegur 113, 502 - kaup á leiguíbúð sem verði 2. liður á dagskrá og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Framkvæmdir - yfirferð

Málsnúmer 2015110156Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs fóru yfir stöðu framkvæmda á Drottningarbrautarstíg og annarra framkvæmda á vegum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð þakkar þeim Höllu Björk og Helga Má fyrir yfirferðina og beinir því til framkvæmdaráðs að skoða tímabundna þrengingu á Glerárgötu og Þingvallastræti sem tilraunaverkefni.

2.Mýrarvegur 113, 502 - kaup á leiguíbúð

Málsnúmer 2016070036Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð dagsett 5. júlí 2016 í eignina Mýrarvegur 113, íbúð 502, fastanr. 224-4328.

Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

3.Notendaráð í málaflokki fatlaðra

Málsnúmer 2016050124Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. júní 2016:

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lagði fram að nýju drög að samþykkt fyrir notendaráð í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkti drögin og felur starfsmönnum að undirbúa framkvæmdina og málinu vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir samþykktina.

4.Nonnahagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050202Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 22. júní 2016:

Erindi dagsett 23. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, óskar eftir stækkun á byggingarreit á lóð nr. 2 við Nonnahaga. Lagðar voru fram tvær útfærslur A og B.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda á fundi 1. júní 2016, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Annað erindi barst 9. júní 2016 þar sem einnig var óskað eftir lóðarstækkun.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og lóð sem einungis varðar hagsmuni Akureyrarkaupstaðar og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

5.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 22. júní 2016:

Skipulagsnefnd samþykkti þann 27. apríl 2016 að unnið yrði deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hrísey. Lögð fram skipulagslýsing dagsett 22. júní 2016, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

6.Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdafresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn 26. apríl 2016 þar sem drög að skipulaginu voru kynnt almenningi.


Þrjár athugasemdir bárust:

1) Jóhann Sigurjónsson og Valgerður Franklín, dagsett 10. júní 2016.

Þau vilja að lóðalínan milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 liggi við suðurbrún lóðarveggjar og allur veggurinn verði á lóð nr. 16. Er það í samræmi við eignarhlutföll í lóðasamningum beggja lóða.

2) Ríkiseignir, dagsett 14. júní 2016.

Í tölvupósti eru ítrekaðar fyrri athugasemdir frá 3. nóvember 2014 og 12. febrúar 2015.

Farið er fram á að núverandi skipan bílastæða við Menntaskólann verði staðfest, samanber hjálagða reyndarteikningu.

3) Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd eiganda Eyrarlandsvegar 20, dagsett 15. júní 2016.

a) Gerð er athugasemd við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð nr. 3 við Möðruvallastræti. Mikill hæðarmunur er á lóðunum og mun bílskúr varpa skugga á útivistarhluta Eyrarlandsvegar 20 og skerða útsýni.

b) Gerð er athugasemd við lóðarmörk milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 og farið fram á að stoðveggur á lóðarmörkum verði innan lóðar númer 20. Sé það í samræmi við lóðarsamning frá 1927.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. júní 2016.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Minjastofnun er tilbúin að kanna nánar þá hugmynd að húsin við Eyrarlandsveg 22 og Möðruvallastræti 2 verði mögulega friðlýst. Vakin er athygli á 2. málsgrein 24. greinar laga um menningarminjar.

2) Norðurorka, dagsett 27. júní 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

3) Minjastofnun Íslands, vegna húsakönnunar, dagsett 28. júní 2016.

Könnunin er að öllu leyti afar vel unnin, fræðileg vinnubrögð og framsetning efnis til fyrirmyndar.

Greining og mat á varðveislugildi húsa og heilda er skýrt fram sett og vel rökstutt.

Minjastofnun Íslands gerir engar athugasemdir við könnunina.

Svör við athugasemdum:


1) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga, þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd Ríkiseigna þar sem fyrirhugaðar gróðureyjur á vestara bílastæðinu eru meðal annars til að minnka líkur á að stæðin séu notuð sem 'spólsvæði' með tilheyrandi hávaðamengun fyrir hótelgesti og íbúa í nágrenninu. Eystra stæðið verður eftir sem áður hindrunarlaust með tilliti til þess að stórir langferðabílar geti athafnað sig þar ásamt því að komast að og frá aðkomusvæði hótelsins.Varðandi vandræði með snjómokstur á bílastæðum með gróðureyjum þá eru öll bílastæði á lóð MA norðan aðkomuvegar frá Þórunnarstræti með gróðureyjum ásamt stórum bílastæðum við aðrar menntastofnanir í bænum eins og VMA og HA. Ef stæði þessu eru merkt með stikum á veturna má koma í veg fyrir skemmdir á kantsteinum og gróðri.

3)

a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd er varðar byggingarreit fyrir bílskúr á lóð númer 3 við Möðruvallastræti og verður ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.

b) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.


Skipulagsnefnd tekur undir tillögu sem sett er fram í húsakönnun um friðlýsingu Eyrarlandsvegar 22 og Möðruvallastrætis 2. Einnig er samþykkt að húsaröðin við Eyrarlandsveg 12-24 og húsaröðin við Eyrarlandsveg 27-35 njóti hverfisnefndar sem einnig verður skilgreind í aðalskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

7.Aðalstræti 66 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016060003Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Erindi dagsett 1. júní 2016 þar sem Guðlaug Erna Jónsdóttir fyrir hönd Hrafnkells Marínóssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 66. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu og umsögn Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en sérteikningar af gluggum, hurðum og svölum skal senda til stofnunarinnar til umsagnar og samþykktar. Huga þarf sérstaklega að fornleifum í jörðu við allt jarðrask.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga númer 123/2010.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

8.Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Erindið Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, það er íbúðahótel, var grenndarkynnt frá 9. maí með athugasemdafresti til 6. júní 2016.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhann Heiðar Sigtryggsson mótmælir fyrirhuguðum breytingum fyrir Aðalstræti 4. Mikið ónæði sé nú þegar frá ísbúðinni í Aðalstræti 3 og svæðið þoli ekki meiri umgang.

2. Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson.

a) Nágrannar Aðalstrætis 4 fara fram á að umferðarmál á svæðinu verði endurskoðuð vegna mikillar aðsóknar í fyrirtæki á svæðinu.

b) Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á umferðarmálum á svæðinu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.

Skipulagsnefnd tekur undir innkomnar athugasemdir og samþykkir því að einungis verði leyfðar 3 hótelíbúðir í húsinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þess.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.


Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Logi Már Einarsson S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Gunnar Gíslason tók við stjórn fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

9.Verslunarmannahelgin 2016 - opnunartími skemmtistaða

Málsnúmer 2016070002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. júní 2016 frá Sigurpáli Aðalsteinssyni framkvæmdarstjóra Pósthúsbarsins fyrir hönd skemmtistaða á Akureyri þar sem óskað eftir

lengingu á opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgi 2016 á þann veg að skemmtistaðir hafi leyfi til að hafa opið til kl. 02:00 aðfaranótt föstudags og að skemmtistaðir hafi leyfi til þess að hafa opið til kl 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags.
Með vísan í 7. mgr. 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.


Í upphafi þessa dagskrárliðar tók Logi Már Einarsson aftur við stjórn fundarins.

Fundi slitið - kl. 10:25.