Hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÖA, Helga Erlingsdóttir, greindi frá afhendingu á tveimur raðhúsaíbúðum sem Oddfellow reglan á Akureyri hefur unnið að viðamikilum endurbótum á. Samstarfssamningur var gerður 10. júlí 2016 og gerði ráð fyrir breytingum og endurbótum íbúðanna, með það að markmiði að þær verði nýttar sem einskonar sjúkrahótel eða þjónustuíbúðir fyrir aðstandendur heimilsmanna ÖA og skjólstæðinga/sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjóra ÖA veittu íbúðunum viðtöku í 100 ára afmælishátíð Oddfellow reglunnar á Akureyri sem haldin var 29. apríl sl.
Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.