Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

284. fundur 31. ágúst 2016 kl. 14:00 - 15:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir breytta notkun á raðhúsaíbúðum í Hlíð.

2.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í iðngreinaútboði framkvæmda við endurbætur á sundlaugarsvæðinu. Eftirfarandi tilboð bárust:







Iðngrein Bjóðendur Upphæð % af áætlun Yfirfarið

Jarðvinna:






Túnþökusalan Nesbræður ehf 11.766.000 119,6% 144,0%

Kostnaðaráætlun

9.836.200





Steypusögun:






Verkval

14.225.800 174,8% 189,0%

Kostnaðaráætlun

8.138.000





Burðarvirki:













Lagnir:













Loftræstilagnir:






Blikk og tækniþjónustan
11.201.300
202,0%


Kostnaðaráætlun

5.546.000





Raflagnir:






Eltech


15.380.018
85,3%


Ljósgjafinn

15.822.952
87,8%


Rafmax


12.835.428
71,2%


Kostnaðaráætlun

18.027.386



Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar öllum tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun og samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í raflagnahluta útboðsins Rafmax ehf.

3.Stöðuskýrslur FA 2016

Málsnúmer 2016040037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 4 fyrir stjórn FA dagsett 30. ágúst 2016.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016080126Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir húsaleiguáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 15:25.