Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Á fundi velferðarráðs 19. apríl 2017, 3. lið, var tillaga velferðarráðs um að stofnað verði til starfshóps sem skipaður væri fulltrúum frá ÖA og umhverfis- og mannvirkjasviði. Verkefni hópsins er að vinna greiningu á þörfum fyrir viðhalds- og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð og skila um það drögum að viðhalds- og endurbótaáætlun sem liggi fyrir í byrjun september 2017.
Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllum Svövu Þórhildar Hjaltalín.