Velferðarráð

1250. fundur 05. apríl 2017 kl. 14:00 - 17:10 Hlíð - Glaðheimar
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María S. Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ sem samþykktir voru í bæjarráði 16. mars sl.

2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar fyrir febrúar 2017.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

3.SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2016

Málsnúmer 2016090174Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi móttekið 31. mars 2017 frá Ásgerði Björnsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ um áframhaldandi samstarfssamning milli SÁÁ og Akureyrarbæjar.
Velferðarráð óskar eftir meiri upplýsingum varðandi launakostnað og rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri.

Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna áfram að málinu.

4.Þjónustuhópur aldraðra

Málsnúmer 2017030620Vakta málsnúmer

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrar þann 20. ágúst 2014 var samþykkt að skipa Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóra ÖA sem fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra sbr. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar til vara.

Af gögnum málsins verður ekki ráðið að tilnefningin hafi verið send Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og ekkert hefur verið bókað um skipan þjónustuhópsins í fundargerðir stjórnar AFE frá þessum tíma.
Velferðarráð beinir því til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar að óskað verði eftir tilnefningum annarra hlutaðeigandi aðila og þjónustuhópurinn virkjaður. Þar sem Soffía Lárusdóttir hefur látið af störfum er Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði tilnefnd sem varamaður í hennar stað.

5.Málþing um málefni fólks með heilabilun 7. apríl 2017

Málsnúmer 2017030619Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, dagskrá málþings um málefni heilabilaðra, "Hvað er heila málið?" sem haldið verður í húsakynnum Háskólans á Akureyri þann 7. apríl nk.

6.Velferðarráð - vinabæjasamskipti 2017

Málsnúmer 2017030126Vakta málsnúmer

Tilkynnt hefur verið um þátttöku tveggja fulltrúa frá Akureyrarbæ á vinabæjaráðstefnu um málefni fatlaðs fólks í Västerås 31. maí - 2. júní nk.

Tekin hefur verið ákvörðun um frestun vinabæjafundar um heilbrigðis- og félagsmál sem fyrirhugaður var á Akureyri 17.- 19. maí nk. Ný dagsetning liggur ekki fyrir.
Velferðarráð samþykkir að Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs verði fulltrúar Akureyrarbæjar á ráðstefnunni um málefni fatlaðs fólks.

7.Fræðslufundir - málþing og útgáfa

Málsnúmer 2017040001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð á fræðsluerindi varðandi næringu eldra fólks.

Fræðslan verður í samkomusal ÖA þann 6. apríl nk. kl. 9:30 til 11:00.

8.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram og kynnti nýlega samantekt sem unnin var á vegum Connect verkefnisins og varðar innleiðingu á velferðartækni í sveitarfélögum á Norðurlöndum.

Á vegum Connect verkefnisins verða haldnir fundir á öllum Norðurlöndum og í þeim 10 sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu.

Á Íslandi verða fundir á Akureyri 26. maí nk. og í Reykjavík 29. maí.

9.Þjónandi leiðsögn - innleiðingarferli og útgáfa

Málsnúmer 2017020066Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetusviðs lögðu fram og afhentu fulltrúum í velferðarráði ný útkomið kynningar- og fræðslurit um þjónandi leiðsögn.

Ritið hefur verið í vinnslu síðan í byrjun árs 2016 og var upphaflega áætlað að það kæmi út samhliða alþjóðlegri ráðstefnu sem var á Akureyri í september 2016.

Kynningar- og fræðsluritið verður sent til þátttakenda ráðstefnunnar, velferðarráðuneytis og sveitarfélaga. Ráðgert er að nota ritið í fræðslu og við innleiðingu þjónandi leiðsagnar.
Velferðarráð fagnar útgáfu kynningar- og fræðsluritsins Þjónandi leiðsögn og felur framkvæmdastjórum og sviðsstjórum að færa starfsfólki sem vann að verkefninu sérstakar þakkir fyrir frumkvæði og vinnu við útgáfuna.

10.ÖA - undanþágubeiðnir frá kröfulýsingu velferðarráðuneytis

Málsnúmer 2016120182Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram og kynnti afgreiðslu Sjúkratrygginga á beiðnum ÖA um undanþágu frá körfulýsingu.

Ein undanþágubeiðnin varðaði kröfu um næringarrekstrarfræðing og var hún samþykkt.

Þremur beiðnum var hafnað, en þær voru um lín, mönnun og húsnæði.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa brugðist við þessum og öðrum afgreiðslum á undanþágubeiðnum og mæla með að afgreiðslum verði skotið til velferðarráðuneytisins til úrskurðar.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

11.Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá framvindu við endurgerð tveggja raðhúsaíbúða sem sjúkraíbúðir. Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar í lok apríl og jafnframt verði "opið hús" og íbúðirnar til sýnis.

Áætlanir gera ráð fyrir að rekstur sjúkraíbúðanna hefjist í byrjun maí nk.

12.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Undir þessum lið voru kynningar og umfjöllun um:

1. Þróunarverkefnið um samfélagshjúkrun (Buurtzorg).

Birna Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sat fundinn undir þessum lið og kynnti framvindu verkefnisins.

2. Lífsgæði og vellíðan íbúa. Í gangi er verkefni sem lýtur að umfjöllun og áherslum Eden hugmyndafræðinnar á sjö þemu sem varða lífsgæði og vellíðan.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður kynntu áherslur og hugmyndagrunn verkefnisins.

3. Staða, straumar og stefna í málefnum aldraðra.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið, kynntu og fjölluðu um drög að sviðsmyndum sem lúta að stöðu, straumum og stefnu í málefnum eldra fólks.

Fundi slitið - kl. 17:10.