Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Undir þessum lið voru kynningar og umfjöllun um:
1. Þróunarverkefnið um samfélagshjúkrun (Buurtzorg).
Birna Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sat fundinn undir þessum lið og kynnti framvindu verkefnisins.
2. Lífsgæði og vellíðan íbúa. Í gangi er verkefni sem lýtur að umfjöllun og áherslum Eden hugmyndafræðinnar á sjö þemu sem varða lífsgæði og vellíðan.
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður kynntu áherslur og hugmyndagrunn verkefnisins.
3. Staða, straumar og stefna í málefnum aldraðra.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið, kynntu og fjölluðu um drög að sviðsmyndum sem lúta að stöðu, straumum og stefnu í málefnum eldra fólks.
Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna áfram að málinu.