Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016

Málsnúmer 2016020149

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Lagt fram yfirlit Öldrunarheimila Akureyrarbæjar um fjölda einstaklinga í bið eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými, dvalarrými og dagþjálfun. Fjöldi einstaklinga í dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. febrúar 2016 byggir á mati Færni og heilsumatsnefndar, en upplýsingar um bið eftir dagþjálfun byggja á fjölda fyrirliggjandi umsókna þann 1. febrúar 2016.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými pr. 1. september sl. ásamt fjölda notenda í dagþjálfun, heimaþjónustu og heimsendan mat. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heimahjúkrun á vegum HSN.

Velferðarráð - 1239. fundur - 02.11.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af Færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými pr. 1. október sl., ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um heimahjúkrun á vegum HSN né um heimaþjónustu og heimsendan mat.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir biðlistum. Sífellt fjölgar þeim sem eru á biðlista og er notast við RAI mat við afgeiðslu umsókna í dagþjálfun. Rætt var um að ítarlegri upplýsingar þurfi um stöðu þjónustunnar.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af Færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými pr. 1. janúar 2017, ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN né um heimaþjónustu og heimsendan mat.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. júní 2017 ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN né um heimaþjónustu og heimsendan mat á vegum búsetusviðs.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. október 2017 ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.

Velferðarráð óskar eftir að unnin verði samantekt um hvernig eða hvort einstaklingar á biðlista eru að nýta aðra öldrunarþjónustu. Jafnframt óskar velferðarráð eftir að fá upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN og um heimaþjónustu og heimsendan mat á vegum búsetusviðs.

Velferðarráð - 1265. fundur - 15.11.2017

Framhald af umræðu á fundi 4. október sl. þar sem velferðarráð óskaði eftir að unnin yrði samantekt um hvernig eða hvort einstaklingar á biðlista eru að nýta aðra öldrunarþjónustu. Jafnframt óskaði velferðarráð eftir að fá upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN og um heimaþjónustu og heimsendan mat á vegum búsetusviðs.

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson og Stefanía Sif Traustadóttir starfsmaður hjá ÖA, kynntu drög að samantekt sem unnin hefur verið á grundvelli gagna frá ÖA, HSN og búsetusviði.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. október 2017 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1273. fundur - 07.03.2018

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. mars 2018 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1279. fundur - 06.06.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. júní 2018 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1296. fundur - 06.03.2019

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. mars 2019 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda í bið eftir dagþjálfun.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarráð - 1308. fundur - 02.10.2019

Málinu frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1309. fundur - 16.10.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. október 2019 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1314. fundur - 08.01.2020

Framkvæmdastjóri ÖA, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými um áramót ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1321. fundur - 03.06.2020

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými í lok maí ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1325. fundur - 16.09.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti yfirlit yfir fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. september sl. ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Velferðarráð - 1328. fundur - 04.11.2020

Hjúkrunarforstjóri ÖA, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými 1. nóvember ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.