Málsnúmer 2016060153Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt um þróunarverkefnið "samfélagshjúkrun" - skýrsla II, en fyrri hluti var lagður fram á fundi 30. ágúst 2017.
Á fundinn mættu Birna Björnsdóttir verkefnastjóri, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu Öldrunarheimila Akureyrar og Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Austurhlíðar og kynntu helstu niðurstöður og ályktanir sem af verkefninu má draga. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, hefur lagt inn umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til að halda áfram með þróun og innleiðingu verkefnisins.
Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.