Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Farið yfir starfsemi og fundað með stjórnendum ÖA.
Velferðarráði kynnt nokkur af þeim nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem eru í gangi innan ÖA og hafa verið unnin á síðustu misserum. Eftirfarandi verkefni voru kynnt af viðkomandi stjórnendum ÖA:
1) Lyklar vellíðunar og samræða.
2) Helstu áherslur og nýmæli í öldrunarþjónustu - sagt frá ráðstefnu í Noregi.
3) Samstarf og fundur með samstarfsaðilum í öldrunarþjónustu á Akureyri.
Helga G Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA kynntu.
4) Saga - heilbrigðisskráningarkerfið, notkun og áhrif.
Jóhanna Berglind Bjarnadóttir forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar kynnti.
5) Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi.
Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar kynnti.
6) Áherslur og næstu skref í þjónandi leiðsögn.
Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar kynnti.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll.