Velferðarráð

1314. fundur 08. janúar 2020 kl. 14:00 - 15:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fundaáætlun velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar áætlun um fundi velferðarráðs janúar til júní 2020.

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019030355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 11 mánuði ársins frá búsetusviði, fjölskyldusviði og Öldrunarheimilum Akureyrar.

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

3.Öldrunarþjónusta - biðlistar

Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými um áramót ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

4.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019090556Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um úthlutun leiguíbúða 2019 og stöðu um áramót.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2019

Málsnúmer 2019090557Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir útgjöld sérstaks húsnæðisstuðnings á árinu 2019 og stöðu um áramót.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

6.Mannréttindastefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með mannréttindastefnuna og leggur áherslu á að aðgerðaáætluninni sé fylgt eftir.

Fundi slitið - kl. 15:40.