Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer
Framhald af umræðu á fundi 4. október sl. þar sem velferðarráð óskaði eftir að unnin yrði samantekt um hvernig eða hvort einstaklingar á biðlista eru að nýta aðra öldrunarþjónustu. Jafnframt óskaði velferðarráð eftir að fá upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN og um heimaþjónustu og heimsendan mat á vegum búsetusviðs.
Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson og Stefanía Sif Traustadóttir starfsmaður hjá ÖA, kynntu drög að samantekt sem unnin hefur verið á grundvelli gagna frá ÖA, HSN og búsetusviði.
Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA sat fundinn undir þessum lið.