Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Samhliða skoðunarferð og fundi með stjórnendum Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, ræddi velferðarráð á fundi sínum 2. desember 2015 um þörf á að skilgreina með skýrum hætti að þjónusta hjúkrunarheimilanna felst í líknandi meðferð, skipulagi fræðslu og teymisvinnu um sérhæfða líknarmeðferð. Tilefni umræðunnar er að á árinu 2014 samsvaraði notkun rýma fyrir líknandi meðferð að jafnaði 2,2 rýmum í skammtíma-/ hvíldardvöl hjá ÖA. Á árinu 2015 hefur þessi tilgreinda notkun rýma aukist töluvert, að mati stjórnenda ÖA og gefur tilefni til að þessi hluti starfsemi ÖA verði sýnilegur og viðurkenndur af velferðarráðuneytinu og samstarfsaðilum.
Svava Þórhildur Hjaltalín D-lista mætti kl. 15:17.