Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA rakti undirbúning síðustu tveggja ára varðandi athugun á endurbótum á tækjum og búnaði í aðaleldhúsi ÖA og möguleikum þess að aðlaga framleiðsluferlið að aðferðum "Cook and Chill" (kokkað og kælt).
Málið hefur áður verið kynnt og rætt á fundum velferðarráðs.
Lagði framkvæmdastjóri ÖA fram og kynnti niðurstöður hagkvæmnisathugunar sem kynntar voru 14. október í samkomusal ÖA. Þar kynnti Róbert A. Croft, frá ráðgjafafyrirtækinu RC-associates International Foodservice Consultants, niðurstöður á hagkvæmnisathugun og tillögugerð sinni að skipulagi og tímaáætlun vegna þjálfunar og breytinga í eldhúsi ÖA. Leitast verður við að haga endurbótum þannig að samhliða verði hægt að halda uppi reglulegri starfsemi.
Framkvæmdastjóri ÖA lagði til að velferðarráð samþykkti að óska eftir aðkomu og vinnu umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar varðandi hönnun og kostnaðarútreikninga á þeim breytingum sem gera þarf á húsnæði eldhússins samkvæmt tillögu í hagkvæmnisúttektinni.
Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.