Bæjarstjórn

3384. fundur 14. desember 2015 kl. 16:00 - 20:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar las upp eftirfarandi minningarorð:
Lárus Jónsson fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, alþingismaður og bankastjóri lést þann 29. nóvember sl. 82 ára að aldri.
Lárus fæddist í Ólafsfirði 17. nóvember 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1960.
Lárus var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1970-1974, auk þess að vera aðalmaður í hafnarstjórn, atvinnumálanefnd, framkvæmdaáætlunarnefnd, kjarasamninganefnd og skipulagsnefnd og varamaður í bæjarráði og eftirlaunasjóðsnefnd.
Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Guðrún Jónsdóttir og eignuðust þau fjögur börn.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Lárusar Jónssonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Lárusar Jónssonar með því að rísa úr sætum.

1.Austurbrú 2-12 - fyrirspurn um breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. desember 2016:
Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, spurðist fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. nóvember 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem er dagsett 1. desember 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

2.Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. desember 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Lögmannshlíð - kirkjugarður' í samræmi við bókun nefndarinnar frá 29. apríl síðastliðnum. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, dagsett 9. desember 2015. Fornleifaskráning var unnin af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Gjaldskrá dagforeldra 2016

Málsnúmer 2015120050Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. desember 2015:
2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 7. desember 2015:
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild kynnti.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og óskar samhliða eftir fjárveitingu að upphæð kr. 5 milljónir króna til að mæta afturvirkum greiðslum á hlut bæjarfélagins vegna kjarasamnings frá 1. maí 2015.
Skólanefnd beinir því til fræðslustjóra að taka upp viðræður við dagforeldra um gildandi samning hvað varðar réttindi og skyldur beggja aðila.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá dagforeldra og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar ósk um 5 milljón króna fjárveitingu til frekari afgreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá dagforeldra með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - gjaldskrár 2016

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. desember 2015:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Matthías Rögnvaldsson L-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á gjaldskrá leikskóla og skólavistunar:
Í dag er veittur fjölskylduafsláttur af grunngjaldi leikskóla og skólavistunar. Tenging er á milli afsláttar dagforeldra - leikskóla - frístundar. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili.
Lagt er til að gjaldskrárbreyting verði þannig
Annað barn 30% afsl.
Þriðja barn og fleiri börn 100% afsl.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögur um breytingar á gjaldskrám Hlíðarfjalls og Listasafnsins:
- að sambærileg afsláttarkjör gildi af gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir öryrkja og gilda fyrir 67 ára og eldri.

- að afsláttur verði veittur öryrkjum, eldri borgurum og skólafólki af aðgangseyri að Listasafninu á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim og framkomnum breytingartillögum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Tillaga L-lista um breytingu á gjaldskrá leikskóla og skólavistunar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Tillaga Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur um breytingu á gjaldskrá Hlíðarfjalls var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Tillaga Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur um breytingu á gjaldskrá Listasafnsins var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár ásamt breytingartillögum með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsson D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - seinni umræða

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. desember 2015:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2016-2019

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður ÖA
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Gunnar Gíslason D-lista lögðu fram breytingartillögu svohljóðandi:
Við leggjum til að framkvæmdaáætlun verði breytt þannig að 100 milljónir sem áætlaðar eru til að ljúka við lóð Naustaskóla verði færðar af árinu 2017 á árið 2016 og þar með verði öllum framkvæmdum við Naustaskóla lokið á árinu 2016.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:
Ég legg til að sú ákvörðun að hætta við áður áformaðar breytingar á Hlíð á deildunum Furu- og Víðhlíð verði dregin til baka og farið í þær framkvæmdir sem þar voru áætlaðar með mótframlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Til þess að mæta þessum kostnaðarauka legg ég til að áformuðum framkvæmdum við Listasafnið verði frestað um a.m.k. eitt ár.

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu ásamt framlögðum breytingartillögum á fundinum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu og óskar bókað:

Þann 16. desember 2014 samþykkti ég fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 með því skilyrði að undirbúningur og vinna við fjárhagsáætlun ársins 2016 yrði hafin ekki seinna en í mars á þessu ári. Um það var að ég hélt full samstaða fyrir ári síðan að ekki lægju fyrir nægjanlega skýr gögn um þjónustu, gæði, fjölda stöðugilda og önnur verkefni til að geta tekið vel upplýsta ákvörðun um þessa þætti í tengslum við fjárhagsáætlunina. Þar sem ekkert af þessu gekk eftir og vinnubrögðin hafa verið þau sömu aftur, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um annað, get ég með engu móti samþykkt þá fjárhagsáætlun sem fyrir liggur eða vísað henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að bætt verði 12 milljónum króna við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við sérfræðiþjónustu og vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Í stað áður framlagðra breytingartillagna D- og Æ-lista í bæjarráði 10. desember sl. er lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á framkvæmdaáætlun Aðalsjóðs frá Gunnari Gíslasyni D-lista, Evu Hrund Einarsdóttur D-lista og Njáli Trausta Friðbertssyni D-lista:

Neðangreindar tillögur hafa eftirfarandi breytingar í för með sér að heildarkostnaður við framkvæmdir Aðalsjóðs lækkar um 182 milljónir á tímabilinu 2016-2019. Þá breytast kostnaðartölur einstök ár sem hér segir (allar tölur í þús. kr.):

______Áætlun 2016_Áætlun 2017_Áætlun 2018_Áætlun 2019_Áætlun 2016-2019
Var_____839.000____760.000______295.000_____150.000_______2.044.000
Verður__970.000____390.000______282.000_____370.000_______1.862.000
Mismun._131.000___-370.000______-13.000_____220.000________-182.000


Við leggjum til að inn í áætlunina komi aftur framkvæmdir við Hlíð, þ.e. endurbætur á Furu- og Víðihlíð. Við teljum þessar endurbætur nauðsynlegar til þess að bæta aðstöðu, aðbúnað og öryggi aldraðra sem dvelja á þessum deildum. Er þá t.d. horft til brunavarna. Þá liggur fyrir að samþykkt framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra að upphæð 52 milljónir króna fellur niður ef ekki verður farið í þessar framkvæmdir á árinu 2016 og ekkert liggur fyrir um að hvenær það fengist samþykkt aftur.
Gert er ráð fyrir því að Akureyrarbær leggi fram 78 milljónir á árinu 2016 og 72 milljónir árið 2018 að því gefnu að sótt verði um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra að 48 milljónir sem er 40% af framkvæmdakostnaði það ár.
Hér er um að ræða breytingar á fasteign sem verður án efa nýtt til reksturs öldrunarheimilis óháð rekstraraðila í framtíðinni. Það er því ekki hægt að sjá annað en að fjárfestingin skili sér alltaf til baka í formi leigutekna.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Við leggjum til að framkvæmdum við lóð Naustaskóla verði lokið á árinu 2016 en ekki 2017. Þar með verði framkvæmdum við Naustaskóla lokið á árinu 2016, á áttunda starfsári skólans. Áætlaður kostnaður er 100 milljónir.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista og Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista.

Við leggjum til að fjármagn til endurnýjunar og enduruppbyggingar á Listasafninu verði lækkað í áætluninni. Til breytinga á núverandi húsnæði verði varið 100 milljónum á árinu 2016 til þess að bæta aðgengi og öryggi s.s. brunavarnir. Öðrum framkvæmdum verði slegið á frest þannig að til framkvæmda verði varið 100 milljónum árið 2019. Í heild verði því varið 200 milljónum á þessu tímabili til Listasafnsins. Þetta þýðir það að við leggjum til að þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu Listasafnsins verði ræddar á pólitískum vettvangi t.d. hvort tengja eigi Ketilhúsið við Listasafnið með tveggja hæða tengibyggingu eins og gert er ráð fyrir í hugmyndum sem verkefnislið er að vinna með.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Við leggjum til að byggingu samgöngumiðstöðvar verði slegið á frest og fjármunir sem áætlaðir voru til verksins árin 2016 og 2017 færist til áranna 2018 og 2019.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið með samþykktum breytingartillögum:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-24)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 669.881 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 13.498.309 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D- lista sátu hjá við afgreiðslu.


A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 25)

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 49.048 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 8.780.477 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 202.780 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.154.764 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -27.204 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 272.737 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D- lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 9)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -445.257 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 27.120.483 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D- lista sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 37)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -1.950 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 657 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða 5.386 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -12.398 þús. kr.

V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -10.333 þús. kr.

VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 117.536 þús. kr.

VII. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 383.081 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 11.576 þús. kr.

IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða -338.409 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D- lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð -383.566 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 41.853.594 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D- lista sátu hjá við afgreiðslu.

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2016:
Aðalsjóður 2016 839.000.000
A-hluti 2016 1.286.000.000
B-hluti 2016 1.950.700.000
Samantekinn A- og B-hluti 2016 3.236.700.000

Framkvæmdayfirlitið var borið upp og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrund Einarsdóttur D-lista og Njáli Trausta Friðbertssyni D-lista.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2016 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir
Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar
Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2016. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:
a) liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson sátu hjá við afgreiðslu.

b) liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson sátu hjá við afgreiðslu.

c) liður var samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun:
Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Forseti lýsti yfir að 5. liður dagskrárinnar ásamt 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember 2015 séu þar með afgreiddir.

Bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Við Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn samþykktum fjárhagsáætlun 2015 á þeim forsendum að strax í upphafi þessa árs yrði farið í gagngera greiningarvinnu, upplýsingasöfnum og aðhald í rekstri þar sem fyrir lá að launahækkanir yrðu bænum mikill kostnaðarauki. Þannig gæfist tími til að safna lýsandi gögnum um rekstur og starfsemi Akureyrarbæjar sem gæfi greinargóða mynd af stöðunni. Við höfum talið þetta nauðsynlegt til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2016. Því miður hefur þetta ekki verið gert og er það mjög alvarlegt þar sem fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 þar sem gert er ráð fyrir halla á samstæðunni allri að upphæð kr. 383.566.000,-. Þetta er í raun fáheyrð staða Akureyrarbæjar og verður því miður ekki eingöngu rakin til launahækkana á árinu, þó þær séu miklar. Það hefur í raun ekki verið neitt aðhald í rekstri á árinu 2015 og það hefur bein áhrif til hækkunar í rekstri á árinu 2016. Af þessum sökum getum við ekki samþykkt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2016. Þrátt fyrir þetta lýsum við okkur reiðubúin til að koma að vinnu við að finna leiðir til að bæta rekstur bæjarsjóðs til frambúðar með bæjarstjórn allri.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Gunnar Gíslason góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 3. desember 2015
Atvinnumálanefnd 2. desember 2015
Bæjarráð 3., 9. og 10. desember 2015
Framkvæmdaráð 4. desember 2015
Íþróttaráð 3. desember 2015
Kjarasamninganefnd 27. nóvember 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 19. og 26. nóvember og 3. desember 2015
Skipulagsnefnd 9. desember 2015
Skólanefnd 30. nóvember og 7. desember 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 4. desember 2015
Velferðarráð 2. desember 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:50.