Skipulagsnefnd

239. fundur 10. ágúst 2016 kl. 08:00 - 11:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Aðalstræti 66 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016060003Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 7. júlí og lauk henni sama dag þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Rangárvellir - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016030143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á bílastæði á lóð við Rangárvelli. Einnig er send inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Erindið fór í grenndarkynningu 10. júní 2016 og lauk 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðum og afgreiðslu málsins.

3.Tangabryggja, hafnasvæði Oddeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna lengingar á Tangabryggju til suðurs.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innsent erindi.

4.Miðbær, Kaupvangsstræti 8, 10 og 12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæinn vegna breytinga á lóðum númer 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Lóðirnar yrðu sameinaðar og aðkoma gerð frá Gilsbakkavegi. Skipulagsnefnd óskaði eftir frekari upplýsingum um tilgang aðkomu frá Gilsbakkavegi. Í tölvupóstum frá Fasteignum Akureyrarbæjar dagsettum 7. júlí og frá Steinþóri Kára Kárasyni arkitekt dagsettum 8. júlí kemur fram að tilgangur aðkomunnar sé að auka möguleika safnsins, búa til hringleið, auka aðkoma við stóra viðburði og bæta brunavarnir með því að gera flóttaleið.

Lagðar fram athugasemdir skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingu á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þrjár umsagnir bárust:

1. Hafnarsamlag Norðurlands, dagsett 6. júní 2016.

a) Óskað er eftir því að lóðin Torfunef 1 verði færð vestar um 10-15 metra, þar sem húsið geti hamlað almennri hafnarþjónustu ef húsið er nær bryggju.

b) Óskað er eftir því að deiliskipulagið nái 7 metra austur að innkeyrslu af Drottningarbraut og inn á bryggjuna.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 21. júní 2016.

a) Ekki er gerð athugasemd við tillöguna en vakin er athygli á því að ef fornminjar finnist skal stöðva framkvæmdir.

3) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2016.

Engin athugasemd er gerð.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhannes Árnason, dagsett 2. júní 2016.

a) Leggur til að leigubílar og rútur geti ekið inn á lóð Hofs frá Glerárgötu.

b) Laga þyrfti gönguleið frá Strandgötu að Hofi þar sem gestir Hofs leggja í Strandgötu.

c) Kveða þyrfti á um frágang yfirborðs á lóð Hofs fyrir greiðari gönguleiðir og minni hættur.

d) Með grjótgarði er verið að taka sjóinn frá fólkinu, gönguleiðin ætti frekar að vera á brú eða að grjótgarðurinn bútaður meira niður þar sem sjórinn kæmist óhindraður undir.

e) Ef Glerárgata yrði mjókkuð gætu fengist mörg bílastæði. Bilastæðahús gæti verið undir Ráðhústorgi og við Gilsbakkaveg.

2) Reginn hf., dagsett 6. júlí 2016.

a) Lónið sem myndast milli Strandgötu 14 og nýrrar gönguleiðar mætti vera stærra.

b) Hönnun gönguleiðarinnar mætti vera opnari og náttúrulegri.

Margrét M. Róbertsdóttir, starfsmaður skipulagsdeildar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugasemdunum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svari við innkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

6.Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Verkfræðistofan Efla fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir styrkingu vegslóða að stíflustæði Glerárvirkjunar II, í eftirtöldum liðum:

a) Styrking vega að virkjunarsvæðinu í samráði við viðkomandi veghaldara, þ.e. vatnsveituvegar milli Sellækjar og Fríðuskálalækjar og gamla Hlíðarfjallsveginum frá lóð skotfélags að Sellæk. Um er að ræða 0 - 40 cm styrkingarlag á einstökum köflum.

b) Gerð vegslóða á rasksvæði pípulagnar frá Byrgislæk að lónstæði virkjunarinnar til að koma að tækjum til jarðvegsathugana.

c) Gröftur athugunargryfja í pípustæði og stíflustæði fyrirhugaðrar virkjunar. Gryfjustæði verði valin í pípu- og stíflustæði eftir því sem athugun vindur fram.

d) Könnun jarðefnis í lónstæði virkjunarinnar og haugsetning nýtilegs efnis innan rasksvæðis virkjunar.

e) Lagning burðarlags fyrir vinnuslóða og göngustíg í og meðfram pípustæði frá stíflu að Byrgislæk.

f) Gerð stígs og öryggismana á vesturhluta skotsvæðis.

Einnig er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í stíflustæði og pípustæði. Meðfylgjandi er tilkynningaskýrsla um framkvæmd til skipulagsstofnunar og ákvörðun skipulagsstofnunar dagsett 24. nóvember 2014 að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat. Einnig skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands frá 2014 þar sem fram kemur að fyrri pípulega raskar ekki fornminjum sem kunnugt er um.
Skipulagsnefnd samþykkir liði b - d, sem samræmast gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd minnir á að framkvæmdir á skipulagssvæðinu eru við friðlýstan fólkvang og leggur því ríka áherslu á góða umgengni við allar framkvæmdir og fyrirmyndar frágang alls þess sem raskað er. Við sáningu plantna í sár sem myndast skal einungis notast við tegundir sem er að finna á staðnum.

7.Glerárdalur - deiliskipulagsbreyting vegna virkjunar

Málsnúmer 2016080006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bergs Steingrímssonar fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, dagsett 4. ágúst 2016, þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi Glerárdals vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsstjóra að koma málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016060001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 47019-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir bruggtönkum á lóð nr. 18 við Furuvelli.

Erindið var grenndarkynnt frá 30. júní til 28. ágúst 2016 samkvæmt 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst með mótmælum eftirtalinna vegna byggingu bruggtanka:

Steingrímur Friðriksson

Jóhann Freyr Hallgrímsson

Sigurbjörg Rún Heiðarsdóttir

Jóhanna Freydís Þorvaldsdóttir

Jenný Heiða Hallgrímsdóttir

Arnar Ingólfsson

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svari við athugasemd.
Svar við athugasemd: Ekki fylgir rökstuðningur mótmælunum og ekki verður séð að um neina sjónræna hagsmuni sé að ræða. Hvað varðar hugsanleg lyktaráhrif hefur skipulagsnefnd beint því til umsækjanda að draga úr lykt vegna framleiðslu samhliða stækkun.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til skipulagsstjóra þegar umsókn um það berst.

9.Austurbrú 6-8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf.,

kt. 530212-0170, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Asturbrú 6-8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Helgi Snæbjarnarson L-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

10.Þrumutún 8 - umsókn um sólskála

Málsnúmer 2016070044Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. júlí 2016 þar sem Stefanía Margrét Stefánsdóttir sækir um að byggja sólskála við hús sitt nr. 8 við Þrumutún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Staðgengill skipulagsstjóra vísaði erindinu til skipulagsnefndar á afgreiðslufundi þann 14. júlí síðastliðinn.

Lagðir fram minnispunktar skipulagsstjóra og staðgengils skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd synjar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

11.Goðanes 8-10 - umsókn um ökutækjaleigu

Málsnúmer 2016070072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2016 þar sem Guðrún Huld Birgisdóttir fyrir hönd Samgöngustofu óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um ökutækjaleigu vegna umsóknar Ekils ehf,

kt. 691297-3739, um leyfi fyrir 6 bifreiðum til útleigu með starfstöð að Goðanesi 8-10.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur staðsetninguna henta vel fyrir umrædda starfsemi.

12.Rangárvellir, Hólsvirkjun, Fnjóskadal - lagnaleiðir - 33 kV háspennustrengslögn

Málsnúmer 2016070095Vakta málsnúmer

Rarik ohf sendi til umsagnar hugmyndir að lagnaleiðum gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og umhverfisnefndar.

13.Veitingastaður Glerártorgi - fyrirspurn

Málsnúmer 2016070096Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Agli Guðmundssyni fyrir hönd Eikar fasteignafélags, kt. 590902-3730, um tillögu að nýjum veitingastað á Glerártorgi. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.

Lagðir fram minnispunktar skipulagsstjóra og staðgengils skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

14.Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf.,

kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur lnr. 150012. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 41. grein skipulaglaga nr. 123/2010 og tekur jákvætt í að viðbyggingin verði fjórar hæðir með hallandi þaki.

15.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Hörður Rögnvaldsson fyrir hönd Hildu ehf., kt. 491109-0250, sendi inn fyrirspurn um innréttingu gistiheimilis á 2. hæð hússins og byggingu svala á austurhlið.

Lagðir fram minnispunktar skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að settar verði svalir á húsið en felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi að öðru leyti þegar það berst.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:50.

16.Hafnarstræti 106 - umsókn um verönd á baklóð

Málsnúmer 2016070033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júlí 2016 þar sem Drífa ehf., kt. 480173-0159, sækir um að byggja verönd úr timbri á baklóð húss nr. 106 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er byggingarlýsing og málsett afstöðumynd. Skipulagsstjóri samþykkti erindið 7. júlí 2016 þar sem hann taldi það ekki falla undir ákvæði í deiliskipulagi miðbæjar um vísan til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur undir álit skipulagsstjóra og gerir ekki athugasemd við afgreiðslu erindisins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista sátu hjá við afgreiðsluna.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. júlí 2016. Lögð var fram fundargerð 593. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. júlí 2016. Lögð var fram fundargerð 592. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. júlí 2016. Lögð var fram fundargerð 594. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd áréttar eftirfarandi varðandi afgreiðslu máls nr. 9, Glerárgata 32 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma:

Skipulagsnefnd telur óheppilegt að veita stöðuleyfi fyrir gáma á viðkomandi stað á meðan nýjar verklagsreglur um veitingu stöðuleyfa fyrir gáma eru í vinnslu. Þó tekur Skipulagsnefnd undir þau rök skipulagsstjóra að fara verði eftir málshraðareglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við afgreiðslu erinda. Skipulagsnefnd beinir því til skipulagsstjóra að beita jafnframt rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna og meta hvert tilvik vandlega miðað við aðstæður. Skipulagsnefnd beinir því til nefndarmanna og skipulagsstjóra að hraða gerð verklagsreglna um stöðuleyfi fyrir gáma.

20.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. júlí 2016. Lögð var fram fundargerð 595. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.