Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þrjár umsagnir bárust:
1. Hafnarsamlag Norðurlands, dagsett 6. júní 2016.
a) Óskað er eftir því að lóðin Torfunef 1 verði færð vestar um 10-15 metra, þar sem húsið geti hamlað almennri hafnarþjónustu ef húsið er nær bryggju.
b) Óskað er eftir því að deiliskipulagið nái 7 metra austur að innkeyrslu af Drottningarbraut og inn á bryggjuna.
2. Minjastofnun Íslands, dagsett 21. júní 2016.
a) Ekki er gerð athugasemd við tillöguna en vakin er athygli á því að ef fornminjar finnist skal stöðva framkvæmdir.
3) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2016.
Engin athugasemd er gerð.
Tvær athugasemdir bárust:
1. Jóhannes Árnason, dagsett 2. júní 2016.
a) Leggur til að leigubílar og rútur geti ekið inn á lóð Hofs frá Glerárgötu.
b) Laga þyrfti gönguleið frá Strandgötu að Hofi þar sem gestir Hofs leggja í Strandgötu.
c) Kveða þyrfti á um frágang yfirborðs á lóð Hofs fyrir greiðari gönguleiðir og minni hættur.
d) Með grjótgarði er verið að taka sjóinn frá fólkinu, gönguleiðin ætti frekar að vera á brú eða að grjótgarðurinn bútaður meira niður þar sem sjórinn kæmist óhindraður undir.
e) Ef Glerárgata yrði mjókkuð gætu fengist mörg bílastæði. Bilastæðahús gæti verið undir Ráðhústorgi og við Gilsbakkaveg.
2) Reginn hf., dagsett 6. júlí 2016.
a) Lónið sem myndast milli Strandgötu 14 og nýrrar gönguleiðar mætti vera stærra.
b) Hönnun gönguleiðarinnar mætti vera opnari og náttúrulegri.
Margrét M. Róbertsdóttir, starfsmaður skipulagsdeildar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugasemdunum.