Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir styrkingu vegslóða að stíflustæði Glerárvirkjunar II, þ.e. vatnsveituvegar milli Sellækjar og Fríðuskálarlækjar. Einnig er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í stíflustæði og pípustæði. Meðfylgjandi er tilkynningaskýrsla um framkvæmd til Skipulagsstofnunar og ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 24. nóvember 2014 að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat. Einnig skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands frá 2014 þar sem fram kemur að fyrirhuguð pípulega raskar ekki fornminjum sem kunnugt er um.
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir 14. lið, Umhverfis- og samgöngustefna, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.